Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 15. febrúar 2011 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 7. til 14. feb.2011.

Fjórir teknir fyrir of hraðann akstur í liðinni viku í nágrenni við Hólmavík.
Fjórir teknir fyrir of hraðann akstur í liðinni viku í nágrenni við Hólmavík.
Í liðinni viku voru  þrjú umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglunnar á Vestfjörðum. Í þessum tilfellum var um minniháttar óhöpp að ræða og ekki slys á fólki.

Fjórir ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur allir í nágrenni við Hólmavík á Djúpvegi og sá sem hraðast ók var mældur á 128 km/klst., þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst.

Þriðjudaginn 8 feb.,var haldin almannavarnaræfing í Bolungarvíkurgöngunum og var þeim lokað í rúman klukkutíma frá kl. 19:00 til kl. 20:00.  Að sögn þeirra sem þátt tóku í æfingunni, þótti hún takast vel.

Fimmtudaginn 10 feb., var tilkynnt um eld í íbúð við Hlíðarveg á Ísafirði, slökkvilið og lögregla kölluð á staðinn.  Sem betur fer reyndist ekki um eld að ræða, heldur hafði gleymst pottur á eldavél.

Föstudaginn 11. feb., gekk hvassviðri yfir Vestfirði og losnuðu þakplötur á nokkrum húsum, á Ísafirði og Patreksfirði og voru björgunarsveitarmenn kallaði til aðstoðar. Ekki var um mikið tjón að ræða í þessum tilfellum.

Skemmtanahald í umdæminu um liðna helgi gekk vel fyrir sig og án teljandi afskipa lögreglu.
Segir í frétt frá lögreglunni á Vestfjörðum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Frændurnir Gunnar Njálsson og Valgeir Eyjólfsson.
  • Búið að setja flotefni í öll gólf í herbergjum.04-04-2009.
  • Dregið upp.
  • Rotþró var sett niður á laugardaginn 08-11-08.Þá snjólaust.Mynd tekin 11-11-08.
  • Séð yfir Ófeigsfjörð-Seljanes-Drangajökull.
Vefumsjón