Vegur opnaður.
Opnað var norður í Árneshrepp í gær í annað sinn á þessum vetri,síðast var opnað á þriðjudaginn 25 janúar,en,þá lokaðist aftur um eða fyrir mánaðarmót,ekki var um mikinn snjó að ræða þá,og miklu minni í þessum mokstri í gær.Mokstur var aðeins með veghefli sunnanfrá í gær.
Kristján Guðmundsson á Hólmavík kom á jeppa vel útbúnum á þriðjudaginn var með lækninn áður en mokað var,enn hann kemur að vitja hreppsbúa einu sinni í mánuði ef fólk hefur pantað tíma og oftar ef þörf krefur.
Kristján komst nokkuð vandræðalaust norður þótt ófærð væri og hliðarhallar þar sem skaflar voru á vegum á stöku stað.
Hvað fært verður lengi er útilokað að segja um,því slydda var í byggð í gær og hvað þá uppá Veiðileysuhálsi?
Sveitarfélagið Árneshreppur bað um þennan mokstur í gær,og skiptist því kostnaður jafnt á milli Vegagerðar og sveitarfélagsins.
Engir ákveðnir mokstursdagar eru framundan enn sem komið er hjá Vegagerðinni.