Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 18. febrúar 2011 Prenta

Vegur opnaður.

Veghefill við mokstur við Hrafnshamar í fyrra.
Veghefill við mokstur við Hrafnshamar í fyrra.
1 af 2
Opnað norður í Árneshrepp.

Opnað var norður í Árneshrepp í gær í annað sinn á þessum vetri,síðast var opnað á þriðjudaginn 25 janúar,en,þá lokaðist aftur um eða fyrir mánaðarmót,ekki var um mikinn snjó að ræða þá,og miklu minni í þessum mokstri í gær.Mokstur var aðeins með veghefli sunnanfrá í gær.

Kristján Guðmundsson á Hólmavík kom á jeppa vel útbúnum á þriðjudaginn var með lækninn áður en mokað var,enn hann kemur að vitja hreppsbúa einu sinni í mánuði ef fólk hefur pantað tíma og oftar ef þörf krefur.

Kristján komst nokkuð vandræðalaust norður þótt ófærð væri og hliðarhallar þar sem skaflar voru á vegum á stöku stað.

Hvað fært verður lengi er útilokað að segja um,því slydda var í byggð í gær og hvað þá uppá Veiðileysuhálsi?
Sveitarfélagið Árneshreppur bað um þennan mokstur í gær,og skiptist því kostnaður jafnt á milli Vegagerðar og sveitarfélagsins.
Engir ákveðnir mokstursdagar eru framundan enn sem komið er hjá Vegagerðinni.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Árneskirkja hin eldri:21-06-2010.
  • Sigursteinn Sveinbjörnsson í Litlu-Ávík.
Vefumsjón