Foktjón í óveðrinu í gær.
Á Víganesi splundraðist gömul hlaða sem stóð hlémegin við gömul fjárhús,þessi hús voru ekki í notkun.
Við Nátthaga við Víganes hjá Jóni Eiríkssyni fauk pallhús sem var bundið niður og geymt meðan það var ekki í notkun á bílnum,það hvarf útí buskann.
Á Grænhól fauk járn af hlöðu eða gömlum fjárhúsum,þessi hús voru ekki heldur í notkun.
Á Gjögri fauk geymsluskúr sem stóð fyrir ofan Gjögurbryggju og splundraðist og eitthvað fleira fauk.
Á Norðurfirði fauk ýmislegt,rúða brotnaði í bíl og einnig rúða í íbúðarhúsi og einnig ruslagámar fóru á ferð og kör og ýmislegt.
Þetta var ekkert venjulegt veður í þessu Suðvestan ofsaveður með kviðum yfir 50 m/s.
Vefurinn mun reina að ná einhverjum myndum þegar veður gengur niður og sæmilegt verður að komast um.
Nú er hvöss Suðvestanátt með mjög dimmum éljum og miklum kviðum.