Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 15. mars 2011 Prenta

Grunnskólinn á Hólmavík býður Finnbogastaðaskóla í skólaheimsókn.

Nemendur og starfsfólk Finnbogastaðaskóla.
Nemendur og starfsfólk Finnbogastaðaskóla.
Grunnskólinn á Hólmavík bauð nemendum og starfsfólki Finnbogastaðaskóla í Árneshreppi í skólaheimsókn þessa viku. Í Finnbogastaðaskóla eru fjórir nemendur en skólinn er einn minnsti skóli landsins. Nemendurnir, Þórey Ingvarsdóttir í 1. bekk, Kári Ingvarsson í 4. bekk, Ásta Þorbjörg Ingólfsdóttir í 5. bekk og Júlíana Lind Guðlaugsdóttir í 8. bekk, munu sitja kennslustundir með nemendum á Hólmavík og fara á dansnámskeið Jóns Péturs í Félagsheimilinu þar. Opnað var norður í Árneshrepp í gær og kom hópurinn í kjölfar moksturstækjanna til Hólmavíkur.Heimsóknin er frábært tækifæri fyrir nemendur bæði í Strandabyggð og Árneshreppi til að kynnast hvert öðru og ólíkum aðstæðum, auk þess sem samskipti milli grunnskóla er mikilvægur liður í  þróun skólastarfs.

Þetta kemur fram á vef Strandabyggðar.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Naustvík-16-08-2006.
  • Ein húseining hífð.27-10-08.
  • Frá Djúpavík-11-09-2002.
  • Jón G Guðjónsson situr á jaka útá Hjallskerum. Mynd RAX.
Vefumsjón