Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 14. mars 2011
Prenta
Þrír bátar koma að vestan.
Það munu koma þrír bátar frá Vestfjörðum á grásleppu og gera út frá Norðurfirði.
Það eru þeyr Kristján Andri Guðjónsson á bátnum Sörla ÍS-66 og Ægir Hrannar Thorarensen á bátnum Unnari ÍS-300,og einnig kemur bátur frá Súðavík.
Einnig gerir Jón Eiríksson bátinn Snorra ST-24 út á grásleppu frá Norðurfirði.
Kristján Andri og Ægir segjast ekki byrja fyrr enn undir mánaðarmótin mars apríl ef veður leyfir þá enda eru alltaf miklar umhleypingar í veðri og virðist vera svo áfram.
Leyfisdagar eru nú 50 í stað 62 í fyrra og hefur fækkað um tólf daga.