Sameining reksturs söluskála og verslunar hjá KSH.
Undanfarna níu mánuði hafa staðið yfir framkvæmdir við verslunina þar sem reist var 150 fermetra viðbygging sem hýsir nú veitingasal og salerni. Talsverðar breytingar voru gerðar í versluninni sjálfri til að koma eldhúsi og afgreiðslulínu fyrir. Viðbyggingin sem tekin verður í notkun 7. apríl mun leysa af hólmi húsnæði sem tekið var í notkun 23. júlí 1982.
Óhætt er að segja að um talsverðar breytingar séu að ræða, sér í lagi þar sem opnunartími verslunar mun lengjast og allt aðgengi verða betra. Í veitingasal eru stólar fyrir 60 manns sem er ríflega tvöföldun frá því sem hægt var að bjóða í fyrri skála.
Margvísleg opnunartilboð verða helgina 8.-10. apríl og verða þau kynnt betur á heimasíðunni á föstudag og í verslun.
Opnunartími mun verða sem hér segir:
Mánudaga til föstudaga: 09:00 - 22:00Laugadaga og sunnudaga: 10:00 - 22:00.
Nánar á www.ksholm.is og fleyri myndir.