Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 31. mars 2011 Prenta

Norðurfjarðarhöfn 1968.

Frá Norðurfirði.
Frá Norðurfirði.
Á vef Siglingastofnunar undir hafnir og síðan undir gjaldskrá hafna,í eigu sveitarfélaga án sérstaklegrar hafnarstjórnar, er hægt að sjá gjaldskrá hafna, þar þá meðal gjaldskrá fyrir Norðurfjörð síðan 03-10-1968.

Hafnarreglugerð fyrir Norðurfjarðarhöfn: Í fyrsta kafla segir:Takmörkun hafnarinnar-Norðurfjarðarhöfn tekur yfir Norðurfjörð innan línu sem hugsast dregin úr Bergistanga norðanmegin fjarðarins í Urðarnes sunnan megin fjarðarins.

Í öðrum kafla segir um stjórn hafnarinnar:

Gjöld þau, sem ákveðin eru í reglugerð þessari, skulu renna í hafnarsjóð Norðurfjarðarhafnar og skal honum varið til greiðslu kostnaðar við rekstur hafnarinnar, til þess að gera umbætur á höfninni, til byggingar mannvirkja, er höfninni tilheyra. Hafnarnefnd Norðurfjarðarhafnar skipa þrír menn, sem hreppsnefnd Árneshrepps kýs til fjögurra ára í senn. Hafnarnefnd hefur á hendi innheimtu hafnargjalda og reikningsskil fyrir hafnarsjóð. Kosning í hafnarnefnd skal jafnan fylgja hreppsnefndarkosningum.Hafnarnefnd skal sjá um, að reglugerð þessari sé hlýtt og stjórna hafnarsjóðnum með eftirliti hreppsnefndar.Hreppsnefnd veitir fé úr sjóðnum til umræddra framkvæmda eftir tillögum hafnarnefndar, og ber ábyrgð á sjóðnum sem öðrum eignum hreppsins.Reikningur hafnarsjóðs skal fylgja sveitarsjóðsreikningum og endurskoðast og úrskurðast ásamt þeim.

Í fjórða kafla um lestargjöld segir:

Skip, sem eru eign búsettra manna við hafnarsvæðið eða skrásett þar og ekki eru í millilandasiglingum, svo og skip, sem leggja upp afla til vinnslu á Norðurfirði, skulu greiða lestargjald einu sinni á ári, sem hér segir:Vélbátar yfir 5 rúmlestir brúttó, greiði kr. 20.00 af hverri brúttórúmlest, þó ekkí yfir kr. 1000.00 árlega.Vélbátar undir 5 rúmlestum greiði árlega gjald kr. 100.00.Fiskiskip greiði kr. 1.00 af hverri nettórúmlest, þó ekki oftar en 5 sinnum á ári.Innlend strandferðaskip greiði kr. 0.10 af hverri brúttórúmlest, nema farþegaskip Skipaútgerðar ríkisins, sem greiða þessi gjöld í tíu fyrstu skiptin á ári hverju.Öll önnur skip, sem til hafnarinnar koma og hafa samband við land, greiði kr. 1.20 af hverri nettórúmlest, í hvert skipti, er þau koma á Norðurfjarðarhöfn.Undanþegin greiðslu lestagjalds eru: Herskip, varðskip, björgunarskip, skemmtiferðaskip, rannsóknarskip og skip, sem leita neyðarhafnar. Sama gildir um skip, sem leita hafnarinnar til að setja á land sjúka menn eða látna.

Vörugjaldskrá má einnig sjá þar sem ákveðin er eftir tegundum vöru við uppskipun og margt fleira.

Hér má sjá reglugerð fyrir Norðurfjarðarhöfn í heild síðan 1968.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Snjómokstur á Gjögurflugvelli 10-03-2008.
  • Forstofuhurð SV,18-11-08.
  • Hafís útaf Reykjanesi.
Vefumsjón