Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 12. maí 2011

Vortónleikar.

Kór Átthagafélags Strandamanna.
Kór Átthagafélags Strandamanna.
Vortónleikar Kórs Átthagafélags Strandamanna verða haldnir í Árbæjarkirkju sunnudaginn 15. maí kl. 16:00

Stjórnandi er Krisztina Szklenár og undileikari á píanó er Kitty Kovács.
Allir hjartanlega velkomnir.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 11. maí 2011

Útgáfutónleikar Guðjóns Rúdólfs.

Hótel Laugarhóll.
Hótel Laugarhóll.
Bjarnfirðingurinn heimskunni, GUÐJÓN RÚDOLF, sýnir sveitungum sínum þann heiður að halda tónleika í tilefni af útgáfu nýjustu hljómplötu sinnar, REGNBOGI, á Hótel Laugarhóli í Bjarnarfirði, föstudagskvöldið 13. maí 2011 kl. 21:00.
Hljómsveitin DULARFULLA STJARNAN sem leikur með Gauja á tónleikunum er skipuð úrvals tónlistarmönnum en auk Guðjóns Rúdolfs Guðmundssonar eru þeir Þorkell Atlason - gítar, Júlíus Ólafsson - söngur og- gítar, Árni Kristjánsson - gítar, Eiríkur Stephensen - sax, Björn Erlingsson - bassi og Bjarni Friðrik Jóhannsson - trommur.
Aðgangseyrir er aðeins 1000 kr. og nú er bara um að gera að láta ekki þennan einstaka tónlistarviðburð fram hjá sér fara. Miða- og borðapantanir hjá Einari hótelstjóra í síma 698 5133 eða með tölvupósti á laugarholl@laugarholl.is
ALLIR VELKOMNIR !
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 10. maí 2011

Landstólpinn – árleg viðurkenning Byggðastofnunar.

Séð yfir Trékyllisvík og Norðurfjörð af Reykjaneshyrnu.Mynd Jóhann K.
Séð yfir Trékyllisvík og Norðurfjörð af Reykjaneshyrnu.Mynd Jóhann K.
Ársfundur Byggðastofnunar verður haldinn í Vestmannaeyjum miðvikudaginn 25. maí n.k. Á fundinum verður í fyrsta sinn veitt viðurkenning Byggðastofnunar undir heitinu „Landstólpinn. Samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar".

Viðurkenningin skal veitt einhverjum þeim sem hefur vakið jákvæða athygli á landsbyggðinni með verkefni, starfsemi, umfjöllun á opinberum vettvangi eða með öðru móti. Viðkomandi gæti bæði hafa vakið athygli á byggðamálum, landsbyggðinni í heild, eða einhverju tilteknu byggðarlagi og þannig aukið veg viðkomandi samfélags.

Um getur verið að ræða einstakling, fyrirtæki, stofnun eða sveitarfélag.

Við óskum eftir ábendingum um handhafa þessarar viðurkenningar. Að ábendingum fengnum mun dómnefnd velja úr. Eftirfarandi þætti skal hafa í huga við valið:


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 10. maí 2011

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 2. til 9. maí 2011.

Tími nagladekkjanna liðinn.Mynd lögregluvefurinn.
Tími nagladekkjanna liðinn.Mynd lögregluvefurinn.
Umferð í umdæminu gekk nokkuð vel í liðinni viku, eitt umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglu, um var að ræða útafakstur í Arnarfirði, ekki slys á ökumanni, en talsverðar skemmdir á ökutæki.

Miðvikudaginn 4. maí var tilkynnt til lögreglu um skemmdarverk á tjaldsvæðinu í Tungudal í Skutulsfirði. Þar hafði bifreið verkið ekið yfirgrasið við nýja þjónustuhúsið og djúp hjólför eftir í grasinu. Ekki er vitað  hver þarna var að verki.

Sinueldur var kveiktur í Dufansdal í Arnarfirði sunnudaginn 8. maí. Slökkvilið Vesturbyggðar og Tálknafjarðar var kallað út og gekk greiðlega að slökkva, þó mátti litlu muna að eldur kæmist í kjarrgróður á svæðinu. Að gefnu tilefni vill lögregla koma því á framfæri að með öllu er óheimilt að kveikja í sinu, eftir 1. maí ár hvert. Vill lögregla biðja fólk að fara varlega með eld á víðavangi, þar sem gróður er þurr, því mikill skaði getur hlotist af ef óvarlega er farið.

Lögreglan á Vestfjörðum vill koma því á framfæri að tíma nagladekkjanna á þessu vori er liðinn og hvetur lögregla eigendur og umráðamenn bifreiða að gera viðeigandi ráðstafanir og mega þeir hinir sömu eiga von á sektum eftir 16.maí, ef ekki er úr bætt.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 9. maí 2011

Vegur lokaðist.

Hjólaskófla við hreinsun ofan við Stórukleif.
Hjólaskófla við hreinsun ofan við Stórukleif.
1 af 3
Vegurinn til Norðurfjarðar var orðinn lokaður í morgun um níuleytið þegar bíll ætlaði um hann.

Mikið grjóthrun hefur verið í svonefndum Urðum veginum til Norðurfjarðar,í nótt og í morgun vegna hinnar miklu úrkomu sem var fram á morgun.Allstórir steinar voru í þessu.

Einnig var smá skriða í Hvalvík rétt norðan Árnesstapanna enn náði rétt í efra hjólfar.

Vegagerðin lét ekki opna fyrr enn í hádeginu.Það stytti alveg upp nokkru eftir hádegið.

Eins og fram hefur komið hér á vefnum mældist úrkoman 34,0 mm eftir nóttina á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 9. maí 2011

Fjórir vilja vista hvítabjörninn.

Hvítabjörninn sem felldur var í Rekavík.Mynd Landhelgisgæslan.
Hvítabjörninn sem felldur var í Rekavík.Mynd Landhelgisgæslan.
Fjórir aðilar hafa sent Náttúrufræðistofnun erindi þar sem óskað er eftir því að fá hvítabjörninn nýskotna til varðveislu og þar af þrír á Vestfjörðum: Umhverfisstofnun fyrir gestastofu á Hornströndum, Núpur í Dýrafirði og Melrakkasetrið í Súðavík. Sá fjórði er í Fljótum í Skagafirði. „Það væri mjög gaman ef við fengum hann hingað til okkar," segir Jón Björnsson, forstöðumaður Hornstrandastofu aðspurður um málið. Ferðaþjónustubóndinn og kokkurinn Guðmundur Helgi Helgason á Hótel Núpi segist hafa heyrt að aðili utan Ísafjarðarbæjar hafi sóst eftir að fá að geyma dýrið og því hafi þeir ákveðið að sækja um að varslan kæmi í þeirra hlut. „Við gátum ekki hugsað okkur að dýrið færi annað, hann var skotinn hér og á því að vera í Ísafjarðarbæ."Segir Guðmundur við BB.ís
Nánar hér á Bæarins Besta.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 9. maí 2011

Mikil úrkoma eftir nóttina.

Úrkomumælir í Litlu-Ávík.
Úrkomumælir í Litlu-Ávík.
Mikið hefur rignt í nótt og í morgun og enn rignir mikið.

Úrkoman mældist 34,0 mm á veðurstöðinni í Litlu-Ávík frá kl.18:00 í gær og til kl.09:00 í morgun.

Mun þetta vera næstmesta úrkoma sem mælst hefur þar eftir 15 tíma,síðan mælingar hófust þar 1995.

Og var þetta næstmesta úrkoma sem mældist á landinu í nótt en mest var hún í Vík í Mýrdal 36,9 mm.

Jörð er á floti og margir nýir lækir myndast.

Það mun draga úr úrkomu í dag eftir veðurspá Veðurstofu Íslands.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 5. maí 2011

Sumarhúsið sem fauk lagfært.

Jón og Guðmundur negla járnið.
Jón og Guðmundur negla járnið.
1 af 2
Smiðir hafa verið í þessari viku að laga og eða endurbyggja sumarhúsið hans Kristjáns Andra Guðjónssonar sem skekktist til á grunni og þak fauk af því í roki þann 10. apríl síðastliðin.

Húsið var upphaflega byggt síðastliðið haust,og var finnskt bjálkahús um 24 fermetrar að stærð.

Smiðirnir Jón Gíslason og Guðmundur Sigurðsson hafa verið að rétta húsið af setja nýtt þak og járn.

Allt efni í sperrur og borð í klæðningu á þak var sagað í Litlu-Ávík.

Húsið er í Steinstúnslandi sem nefnist Giljapartur rétt fyrir ofan Sýkið í Norðurfirði.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 3. maí 2011

Nýr og endurbættur safetravel vefur.

Melar-Reykjaneshyrna.Myndasafn.
Melar-Reykjaneshyrna.Myndasafn.
Slysavarnafélagið Landsbjörg í samvinnu við marga aðila í ferðaþjónustu, meðal annars Ferðamálastofu, opnaði nýlega endurbættan safetravel-vef.

Á vefnum má finna margt sem ferðaþjónustuaðilar geta nýtt sér til að veita gestum sínum góðar upplýsingar um öruggari ferðalög á Íslandi. Mikið af efni sem tengist öryggis- og forvarnarmálum ferðamanna má finna á síðunni en meðal annars má benda á góða útbúnaðarlista fyrir ýmsar tegundir ferða, sprungukort fyrir jökla sem hala má niður eða prenta út svo og geta ferðamenn skilið eftir ferðaáætlanir sínar á vefnum.

Það er von Slysavarnafélagsins Landsbjargar að ferðaþjónustuaðilar eigi eftir að nýta sér þennan vef vandlega og bendi starfsmönnum sínum á slíkt hið sama enda má þar finna svör við fjölmörgum spurningum ferðamanna.

Slóðin er á: www.safetravel.is

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. maí 2011

Óvíst hvenær bjarndýrið kom.

Ratsjármynd frá 14.4. síðastliðnum. Þá var hafísspöng úti fyrir Vestfjörðum sem gæti hafa borið birni í átt að Hornströndum.Mynd jardvis.hí.is
Ratsjármynd frá 14.4. síðastliðnum. Þá var hafísspöng úti fyrir Vestfjörðum sem gæti hafa borið birni í átt að Hornströndum.Mynd jardvis.hí.is

Hafísjaðarinn hefur ekki verið mjög nærri landinu að undanförnu. Því getur allt eins verið að hvítabjörninn sem sást í Hælavík í morgun hafi ekki verið nýkominn, að mati Ingibjargar Jónsdóttur landfræðings hjá Jarðvísindastofnun. Einnig er mögulegt að bjarndýrið hafi synt langa leið til Íslands en hvítabirnir eru mjög vel syndir.

Sérfræðingar Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands, Siglingastofnunar og Hafrannsóknastofnunar eru nú að skoða hvernig aðstæður hafa verið í hafinu norðan við Ísland að undanförnu til að leita skýringa á komu hvítabjarnarins til Hornstranda.

Ingibjörg Jónsdóttir, dósent við Jarðvísindastofnun HÍ, sagði við vef mbl.is,að hún ásamt Héðni Valdimarssyni hjá Hafrannsóknastofnuninni og Eysteini Má Sigurðssyni hjá Siglingastofnun hafa verið að rekja sig aftur í tímann hvað varðar legu ísjaðarsins og mögulegt rek hafíss norðan landsins.
Nánar hér á www.mbl.is
 

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Félagsheimilið í Trékyllisvík:26-06-2010.
Vefumsjón