Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 9. júní 2011
Prenta
Vinna við tölvukerfi Veðurstofunnar.
Fréttatilkynning:
Vegna vinnu við tölvukerfi er vefur Veðurstofu Íslands óaðgengilegur.
Notendur eru beðnir velvirðingar á þeim truflunum sem þetta kann að valda.
Veðurathugunarmenn urðu að senda veðurlýsingu vegna þessa í gegnum síma og lesa veðrið inn eins og í gamla daga klukkan níu í kvöld.
Þetta er frábær upprifjun að gera þetta svona í gegnum síma,sagði Jón G Guðjónsson veðurathugunarmaður í Litlu-Ávík og vefstjóri fréttasíðunnar Litlahjalla,sem er ekkert óvanur þessu ef rafmagnsleysi er eða netsamband er úti.
Vefur Veðurstofu Íslands verður komin inn seint í kvöld eða í nótt að miklum hluta að minnsta kosti.