Yfirlit yfir veðrið í Maí 2011.
Veðrið í Maí 2011.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.Mánuðurinn byrjaði með hafáttum og oftast hægum vindi enn fremur svölu veðri fram til 16. Þann 17 gekk hann í Norðaustanátt og síðan Norðan,og hret gerði frá 20 sem stóð fram til 24. Síðan hafáttir með frekar svölu veðri.Ræktuð tún farin að takavið sér,(grænka) um 5. maí og úthagi farin að koma til eftir 10. þrátt fyrir svalt veður. Þetta gekk allt til baka aftur í hretinu nema að ræktuð tún tóku strax við sér aftur þegar hlýnaði aðeins aftur eftir hretið. Mánuðurinn var kaldur og úrkomusamur í heild. Lambfé sett út á tún um viku seinna enn venjulega vegna kuldans og gróðurleysis.
Dagar eða vikur:
1-7:Norðan eða NV andvari kul eða gola,rigning eða súld,þurrt í veðri 5-6. og 7,þokuloft,hiti 1 til 7 stig.
8-9:Norðaustan gola,stinningsgola eða kaldi,súld mikil rigning um tíma þ. 9. hiti 4 til 7 stig.
10-16:Norðan eða NV kul,gola eða stinningsgola,súld,rigning eða skúrir,hiti 1 til 8 stig.
17-24:Norðaustan stinningsgola eða kaldi í fyrstu síðan stinningskaldi enn allhvass 19 og 20-21og 23. rigning,slydda,él.Hiti frá +6 stigum niðri -2 stig.
25-31:Norðan og NA gola,stinningsgola,kaldi eða stinningskaldi,rigning,súld,skúrir eða él,hiti frá -0 stigum upp í +7 stig.
Úrkoman mældist 85,3 mm. (maí 2010:46,3 mm.)
Þurrir dagar voru 6.
Mestur hiti mældist þann 15: +8,5 stig.
Mest frost mældist þann 17: -1,8 stig og þann 21: -1,6 stig.
Alhvít jörð var í 2 daga.
Flekkótt jörð var í 3 daga.
Auð jörð var því í 26 daga.
Mesta snjódýpt mældist þann 22. 3 cm.
Meðalhiti við jörð var +1,44 stig. (maí 2010:+1,46.)
Sjóveður:Gott eða sæmilegt fram í miðjan mánuð síðan mjög rysjótt.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.