Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 7. júní 2011
Prenta
Ljósmyndasýning á Kaffi Norðurfirði.
Arnar Bergur Guðjónsson Ísfirðingur og áhugaljósmyndari hefur sett upp sýningu með myndum úr Árneshreppi í Kaffi Norðurfirði sumarið 2011.
Arnar Bergur fetar í fótspor Ágústs Atlasonar (2009) og Arnaldar Halldórssonar (2010) sem sýndu myndir sínar þar og vöktu mikla lukku meðal kaffigesta liðin sumur.
Sýningin er öllum opin og prýða myndir þessa efnilega ljósmyndara veggi staðarins út sumarið. Myndirnar verður hægt að kaupa beint á staðnum eða hafa samband við Arnar Berg.
Allir eru velkomnir á Kaffi Norðurfjörð að skoða sýninguna sem er glæsileg viðbót við útsýnið yfir fjörðinn.
Sjón er sögu ríkari.
Arnar Bergur á Flickr:
http://www.flickr.com/photos/arnarbg/
Arnar Bergur fetar í fótspor Ágústs Atlasonar (2009) og Arnaldar Halldórssonar (2010) sem sýndu myndir sínar þar og vöktu mikla lukku meðal kaffigesta liðin sumur.
Sýningin er öllum opin og prýða myndir þessa efnilega ljósmyndara veggi staðarins út sumarið. Myndirnar verður hægt að kaupa beint á staðnum eða hafa samband við Arnar Berg.
Allir eru velkomnir á Kaffi Norðurfjörð að skoða sýninguna sem er glæsileg viðbót við útsýnið yfir fjörðinn.
Sjón er sögu ríkari.
Arnar Bergur á Flickr:
http://www.flickr.com/photos/arnarbg/