Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. maí 2011

Ísbjörn sást í Hælavík.

Ísbjörn á Svalbarða.Mynd YR.NO.
Ísbjörn á Svalbarða.Mynd YR.NO.
Áhöfn fiskibáts sá ísbjörn í Hælavík á Hornströndum um klukkan níu í morgun og tilkynnti um hann. Landhelgisgæslan hyggst fljúga yfir svæðið innan tíðar.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. maí 2011

Með táning í tölvunni-sýnt í Árneshreppi.

Úr leikritinu.
Úr leikritinu.
Uppsetning Leikfélags Hólmavíkur á hinum sprellfjöruga gamanleik  „Með táning í tölvunni" eftir Ray Cooney hefur fengið fádæma góða aðsókn. Það er heimamaðurinn Arnar S. Jónsson sem leikstýrir og fara sjö leikarar með hlutverk í sýningunni og eru flestir þeirra að stíga sín fyrstu skref með leikfélaginu. Auk þeirra tekur annar eins fjöldi þátt í verkefnum á bak við tjöldin. Þrjár sýningar voru á Hólmavík um páskahelgina og þegar hafa rúmlega 300 hundruð manns séð sýninguna, sem lætur nærri að sé 80% af íbúafjölda á staðnum. Búið er að ákveða að næstu sýningar verði á Hólmavík laugardagana  7. maí og 21. maí og hefjast þær báðar kl 20. Þá er áformað að sýna á Patreksfirði, Þingeyri og Bolungarvík rétt fyrir sjómannadag og enda svo á sýningu í Árneshreppi kringum 17. júní. Leikfélagið á 30 ára afmæli á þriðjudaginn og auk þessarar uppfærslu er ætlunin að minnast afmælisins með fjölbreyttum hætti síðar á árinu.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. maí 2011

Frá ráðstefnu um atvinnu og byggðamál á Vestfjörðum.

Ráðherrarnir Jón Bjarnason og Ögmundur Jónasson.
Ráðherrarnir Jón Bjarnason og Ögmundur Jónasson.
1 af 2
Fréttatilkynning: 

Afar fjölsóttur fundur um atvinnumál á Vestfjörðum var haldinn á Ísafirði laugardaginn 30 apríl.  Fundinn sóttu um 150 manns víðsvegar að af Vestfjörðum.  Að fundinum stóðu verkalýðsfélög og atvinnufyrirtæki á svæðinu, til að vekja athygli á alvarlegri byggðaþróun á Vestfjörðum.  Framsögumenn fjölluðu um tækifæri, aðstæður og samkeppnisskilyrði atvinnufyrirtækja og leiðir til úrbóta.  Ráðherrarnir Jón Bjarnason og Ögmundur Jónasson, sátu fyrir svörum auk Guðna A Jóhannessonar, orkumálastjóra sem var fulltrúi iðnaðarráðherra.  Auk þeirra voru fulltrúar viðskiptabankanna, Fjárfestingarsjóðs Íslands og Orkubús Vestfjarða.

Fram kom í máli innanríkisráðherra að hann hefði skipað starfshóp undir forystu Guðmundar Kristjánssonar, hafnarstjóra á Ísafirði til þess að koma fram með tillögur um strandsiglingar. Var því vel tekið af fundarmönnum.  Auk þess lýsti ráðherra því yfir að mest væri þörfin fyrir samgönguframkvæmdir á Vestfjörðum og Austfjörðum og ættu framkvæmdir þar að njóta forgangs að vegafé.  Jón Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, lýsti því yfir að fyrirhugaðar breytingar á löggjöf í sjávarútvegi ættu að styrkja stöðu strandveiða og að aukin byggðatenging og byggðafesta myndu styrkja samkeppnisstöðu sjávarbyggða. 


Meira
Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 1. maí 2011

Strandafrakt byrjaði áætlun í dag.

Bíll frá Strandafrakt.
Bíll frá Strandafrakt.

Nú í dag hóf Strandafrakt áætlunarferðir með flutningabíl frá Reykjavík Hólmavík-Norðurfjörður.
Bíllinn fer úr Reykjavík á þriðjudögum og þann dag til Hólmavíkur og til Norðurfjarðar á miðvikudögum.
Þessar ferðir standa út október.
Í maí var Strandafrakt búin að koma að sækja grásleppuhrognatunnur.
Eins og í fyrra kemur póstur með bílnum á miðvikudögum,því nú er aðeins flogið á mánudögum á Gjögur í sumar eins og fram hefur komið hér á vefnum.

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 1. maí 2011

Yfirlit yfir veðrið í Apríl 2011.

Þak fauk af í heilu lagi af litlu sumarhúsi í Norðurfirði í rokinu þann 10 apríl.
Þak fauk af í heilu lagi af litlu sumarhúsi í Norðurfirði í rokinu þann 10 apríl.
1 af 3
Veðrið í Apríl 2011.

Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík. Mánuðurinn byrjaði með breytilegum vindáttum fyrstu daga mánaðar síðan voru ríkjandi suðvestanáttir eða suðlægar með frosti eða hita á víxl. Enn orðið sæmilega hlýtt síðustu viku mánaðar. Foktjón varð í sunnan og suðvestan ofsaveðri þann 10 apríl um kvöldið,þak fauk af í heilu lagi  af sumarhúsi í Norðurfirði og húsið skekktist til á grunni  veggir skemmdust og allar rúður brotnuðu. Í Kaupfélagshúsunum í Norðurfirði brotnuð nokkrir gluggar og ýmislegt fauk þar til. Vindur náði 12 vindstigum (eldra mæligildi) þann 10. í kviðum,eða 49 M/S.

Dagar eða vikur:


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 30. apríl 2011

Félagsþjónustan kynnt í Árneshreppi.

Kynningin verður á Kaffi Norðurfirði.
Kynningin verður á Kaffi Norðurfirði.
1 af 2
Eins og kunnugt er tók sameiginleg Félagsþjónusta Stranda og Reykhóla til starfa um áramót og nær yfir fjögur sveitarfélög. Þjónustan er mikilvægur liður í áframhaldandi þróun og uppbyggingu á svæðinu.Félagsmálastjóri, Hildur Jakobína Gísladóttir, mun halda kynningu á Félagsþjónustunni á Kaffi Norðurfirði mánudaginn 2 maí kl 17:00 og eru allir íbúar hvattir til að mæta. Málaflokkar sem kynntir verða eru barnavernd, félagsleg ráðgjöf, fjárhagsaðstoð, heimaþjónusta og málefni aldraða og fatlaðra.
 Eftir kynninguna gefst íbúum tækifæri á að koma á framfæri hugmyndum sínum,vangaveltum og spurningum.
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 29. apríl 2011

Flogið á Gjögur.

TF-ORD á Gjögurflugvelli.
TF-ORD á Gjögurflugvelli.
Flugfélaginu Ernum tókst að fljúga til Gjögurs í dag,en flugi var aflýst vegna veðurs fyrir sunnan í gær.

Póstur og vörur komu með vélinni að venju,enda var orðið mjólkurlaust eftir páskahelgina í útibúi Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Norðurfirði og skortur orðin á öðrum nauðsynjum.Enda var mikið af fólki í sveitinni yfir páskahátíðina.

Viku póstur kom með vélinni í dag en enginn póstur kom þegar flogið var síðast á annan í páskum.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 28. apríl 2011

Búið að verka í 160 tunnur.

Búið er að verka í um 160 tunnur af grásleppuhrognum á Norðurfirði.
Búið er að verka í um 160 tunnur af grásleppuhrognum á Norðurfirði.
1 af 2
Grásleppumenn sem stunda grásleppuveiðar frá Norðurfirði eru nokkuð sáttir við veiðina undanfarið þrátt fyrir brælur og hvassviðri og storma hefur sjólag verið gott um leið og lægir,því engan norðan garð hefur gert enn sem komið er,aðeins suðvestlægar vindáttir ríkjandi með sínum óstöðuga vindi.

Fjórir bátar gera út á grásleppu frá Norðurfirði en það eru Snorri ST-24 og þrír bátar að vestan þeyr Sörli ÍS-66,Unnur ÍS-300 og Kitti Leifa ÍS-82.

Þeyr róa stíft Súðvíkingarnir á Kitta Leifa ÍS og eru aflahæstir komnir með um 90 tunnur af verkuðum hrognum.

Gunnsteinn Gíslason og Margrét Jónsdóttir sjá um að verka hrognin af þessum fjórum bátum og eru nú búin að verka yfir hundrað og sextíu tunnur alls.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 28. apríl 2011

Flugi aflýst á Gjögur.

Flugstöðin Gjögurflugvelli.
Flugstöðin Gjögurflugvelli.
Flugfélagið Ernir hafa aflýst flugi á Gjögur í dag vegna hvassviðris fyrir sunnan og á flugleiðinni til Gjögurs.

Síðast var flogið til Gjögurs á annan í páskum.Flug verður athugað til Gjögurs á morgun.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 27. apríl 2011

Baráttan um Vestfirði á Sturlungaöld-fyrirlestur.

Torfi H Tulinus.
Torfi H Tulinus.
Í vetur hefur Fræðslumiðstöð Vestfjarða í samstarfi við Fornleifastofnun Íslands, Vestfirði á miðöldum, Minjavörð Vestfjarða og fleiri aðila, gengst fyrir röð fyrirlestra undir yfirskriftinni Menningararfurinn. Fyrirlestrarnir hafa verið í gegnum fjarfundabúnað og hægt að sækja þá á Ísafirði, Patreksfirði og Hólmavík. Umfjöllunarefnin hafa verið fjölbreytt og fróðleg, til dæmis Vatnsfjörður, mannabein og mannamein, Þjóðfræðistofa og þjóðmenning og saga í atvinnusköpun.

Nú næstkomandi fimmtudag 28.apríl kl 17:00 -18.00 verður fyrirlestur um Menningararfinn-Baráttan um Vestfirði á Sturlungaöld.
Þar mun Torfi Tulinius fjalla um helstu þætti þeirrar hatrömmu baráttu sem geisaði milli valdamanna á Vestfjörðum á fyrra hluta 13. aldar og hvernig hún leiddi til þess að höfðingjar af öðrum svæðum náðu undirtökum þar.
Nánar á vef frmst.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Næstum búið að klæða þakið.12-11-08.
  • Seljanes-06-08-2008.
  • Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti Árneshrepps frá 2014 til?
  • Byrjað að safna saman flotunum út af Lambanesi.
Vefumsjón