Með táning í tölvunni-sýnt í Árneshreppi.
Frá ráðstefnu um atvinnu og byggðamál á Vestfjörðum.
Afar fjölsóttur fundur um atvinnumál á Vestfjörðum var haldinn á Ísafirði laugardaginn 30 apríl. Fundinn sóttu um 150 manns víðsvegar að af Vestfjörðum. Að fundinum stóðu verkalýðsfélög og atvinnufyrirtæki á svæðinu, til að vekja athygli á alvarlegri byggðaþróun á Vestfjörðum. Framsögumenn fjölluðu um tækifæri, aðstæður og samkeppnisskilyrði atvinnufyrirtækja og leiðir til úrbóta. Ráðherrarnir Jón Bjarnason og Ögmundur Jónasson, sátu fyrir svörum auk Guðna A Jóhannessonar, orkumálastjóra sem var fulltrúi iðnaðarráðherra. Auk þeirra voru fulltrúar viðskiptabankanna, Fjárfestingarsjóðs Íslands og Orkubús Vestfjarða.
Fram kom í máli innanríkisráðherra að hann hefði skipað starfshóp undir forystu Guðmundar Kristjánssonar, hafnarstjóra á Ísafirði til þess að koma fram með tillögur um strandsiglingar. Var því vel tekið af fundarmönnum. Auk þess lýsti ráðherra því yfir að mest væri þörfin fyrir samgönguframkvæmdir á Vestfjörðum og Austfjörðum og ættu framkvæmdir þar að njóta forgangs að vegafé. Jón Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, lýsti því yfir að fyrirhugaðar breytingar á löggjöf í sjávarútvegi ættu að styrkja stöðu strandveiða og að aukin byggðatenging og byggðafesta myndu styrkja samkeppnisstöðu sjávarbyggða.
Meira
Strandafrakt byrjaði áætlun í dag.
Nú í dag hóf Strandafrakt áætlunarferðir
með flutningabíl frá Reykjavík Hólmavík-Norðurfjörður.
Bíllinn fer úr Reykjavík á þriðjudögum og þann dag til Hólmavíkur og til
Norðurfjarðar á miðvikudögum.
Þessar ferðir standa út október.
Í maí var Strandafrakt búin að koma að sækja grásleppuhrognatunnur.
Eins og í fyrra kemur póstur með bílnum á miðvikudögum,því nú er aðeins flogið
á mánudögum á Gjögur í sumar eins og fram hefur komið hér á vefnum.
Yfirlit yfir veðrið í Apríl 2011.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík. Mánuðurinn byrjaði með breytilegum vindáttum fyrstu daga mánaðar síðan voru ríkjandi suðvestanáttir eða suðlægar með frosti eða hita á víxl. Enn orðið sæmilega hlýtt síðustu viku mánaðar. Foktjón varð í sunnan og suðvestan ofsaveðri þann 10 apríl um kvöldið,þak fauk af í heilu lagi af sumarhúsi í Norðurfirði og húsið skekktist til á grunni veggir skemmdust og allar rúður brotnuðu. Í Kaupfélagshúsunum í Norðurfirði brotnuð nokkrir gluggar og ýmislegt fauk þar til. Vindur náði 12 vindstigum (eldra mæligildi) þann 10. í kviðum,eða 49 M/S.
Dagar eða vikur:
Meira
Félagsþjónustan kynnt í Árneshreppi.
Eftir kynninguna gefst íbúum tækifæri á að koma á framfæri hugmyndum sínum,vangaveltum og spurningum.
Flogið á Gjögur.
Póstur og vörur komu með vélinni að venju,enda var orðið mjólkurlaust eftir páskahelgina í útibúi Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Norðurfirði og skortur orðin á öðrum nauðsynjum.Enda var mikið af fólki í sveitinni yfir páskahátíðina.
Viku póstur kom með vélinni í dag en enginn póstur kom þegar flogið var síðast á annan í páskum.
Búið að verka í 160 tunnur.
Fjórir bátar gera út á grásleppu frá Norðurfirði en það eru Snorri ST-24 og þrír bátar að vestan þeyr Sörli ÍS-66,Unnur ÍS-300 og Kitti Leifa ÍS-82.
Þeyr róa stíft Súðvíkingarnir á Kitta Leifa ÍS og eru aflahæstir komnir með um 90 tunnur af verkuðum hrognum.
Gunnsteinn Gíslason og Margrét Jónsdóttir sjá um að verka hrognin af þessum fjórum bátum og eru nú búin að verka yfir hundrað og sextíu tunnur alls.
Flugi aflýst á Gjögur.
Baráttan um Vestfirði á Sturlungaöld-fyrirlestur.
Nú næstkomandi fimmtudag 28.apríl kl 17:00 -18.00 verður fyrirlestur um Menningararfinn-Baráttan um Vestfirði á Sturlungaöld.
Þar mun Torfi Tulinius fjalla um helstu þætti þeirrar hatrömmu baráttu sem geisaði milli valdamanna á Vestfjörðum á fyrra hluta 13. aldar og hvernig hún leiddi til þess að höfðingjar af öðrum svæðum náðu undirtökum þar.
Nánar á vef frmst.