Hagnaður varð hjá OV.
Orkubú Vestfjarða aflar sér raforku á samkeppnismarkaði og dreifir henni um eitt erfiðasta dreifisvæði landsins. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður er raforkuverð á Vestfjörðum, verðið að meðtöldum flutnings og dreifingarkostnaði, eitt hið lægsta í landinu.
Engu að síður er orkukostnaður heimila og fyrirtækja er hærri á Vestfjörðum en víðast annars staðar á landinu, þrátt fyrir lágt rafmagnsverð, og er ástæðan sú að Vestfirðingar hafa ekki aðgang að ódýrari orkugjöfum en rafmagni til húshitunar. Það er mikilvægt að þessi búsetumismunun verði jöfnuð og meira fé renni til niðurgreiðslna á húshitunarkostnaði þar sem ekki er að finna ódýra orkugjafa til húshitunar.
Það er talsvert kostnaðarsamara að dreifa raforkunni í dreifbýli heldur en þéttbýli og greiða íbúar í dreifbýli töluvert hærra verð fyrir dreifingu raforkunnar þrátt fyrir niðurgreiðslur úr ríkissjóði. Það er réttlætismál að þessar niðurgreiðslur verði auknar þannig að raforkuverð verði það sama í þéttbýli og dreifbýli.
Árið 2010 varð hagnaður af venjubundnum rekstri Orkubús Vestfjarða sjötta árið í röð. Afkoma Orkubús Vestfjarða varð heldur lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Rekstraráætlun ársins gerði ráð fyrir rekstrarhagnaði að upphæð 300,5 Mkr. en samkvæmt rekstrarreikningi varð hagnaður af venjubundnum rekstri fyrir skatta, sem nam um 240,4 Mkr., en þegar tekið er tillit til breytinga á tekjuskattsprósentu og bókfærðs tekjuskatts 2009 er hagnaður ársins um 208,3 Mkr.. Afskriftir námu alls 222,3 Mkr.. Eignir Orkubús Vestfjarða ohf. í árslok 2008 voru alls 5.637 Mkr. og heildarskuldir alls 742 Mkr. Eigið fé nam því alls 4.895 Mkr. sem er um 86,8 % af heildarfjármagni.
Meira