Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 19. maí 2011
Prenta
Sauðburður.
Nú er lítið skrifað á vef Litlahjalla vegna sauðburðar sem er nú í fullum gangi.Eins er fréttamaður veikur,með flensu,þótt unnið sé í fjárhúsunum meðan hægt er að standa í lappirnar.
Slæmt veður hefur verið kalt og úrkomusamt og enn á veður eftir að versna jafnvel að frysta og snjóa.
Ekkert fé er komið út hér í Litlu-Ávík enn sem betur fer.
Átta þrílembur af 12 eru bornar í Litlu-Ávík ,samkvæmt fósturtalningu í vetur.Búið er að venja lömb undir einlembur.
Hér koma myndir af fallegum lömbum.