Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 21. maí 2011 Prenta

Alhvít jörð.

Séð til Norðurfjarðar í morgun.
Séð til Norðurfjarðar í morgun.
1 af 2
Nú er kalt á fróni snjóél eða snjókoma,allt er nú alhvítt  í Árneshreppi.

Í gærkvöldi var Norðaustan allhvass vindur með mjög dimmum éljum þannig að vart sást milli húsa á tímabili.

Á veðurstöðinni í Litlu-Ávík kl 09:00 í morgun var komin hiti 0,8 stig og hafði frostið farið niðrí -1,6 stig í nótt.

Alhvít jörð verður að teljast í morgun og snjódýpt 2 cm.

Haugasjór er búin að vera síðustu þrjá daga.

Lambfé er allt á húsum enn,þeir bændur sem voru búnir að láta lambfé út á tún tóku það inn aftur,aðeins geldfé og hrútar eru úti í kuldanum og snjónum.

Sauðburður er nú víðast hvar hálfnaður og vel það þannig að þröngt er í fjárhúsum bænda.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Úr myndasafni

  • Seð yfir Trékyllisvík Litla-Ávík næst.
  • Þegar snjór og sjór koma saman.08-01-2001.
  • Sirrý og Siggi.
  • Borgarísjakinn við Lambanes 30-09-2017.
Vefumsjón