Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 21. maí 2011
Prenta
Alhvít jörð.
Nú er kalt á fróni snjóél eða snjókoma,allt er nú alhvítt í Árneshreppi.
Í gærkvöldi var Norðaustan allhvass vindur með mjög dimmum éljum þannig að vart sást milli húsa á tímabili.
Á veðurstöðinni í Litlu-Ávík kl 09:00 í morgun var komin hiti 0,8 stig og hafði frostið farið niðrí -1,6 stig í nótt.
Alhvít jörð verður að teljast í morgun og snjódýpt 2 cm.
Haugasjór er búin að vera síðustu þrjá daga.
Lambfé er allt á húsum enn,þeir bændur sem voru búnir að láta lambfé út á tún tóku það inn aftur,aðeins geldfé og hrútar eru úti í kuldanum og snjónum.
Sauðburður er nú víðast hvar hálfnaður og vel það þannig að þröngt er í fjárhúsum bænda.