Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 23. maí 2011 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 16. til 23. maí 2011.

Vegfarendur lentu í vandræðum á fjallvegum vegna snjóa í liðinni viku.
Vegfarendur lentu í vandræðum á fjallvegum vegna snjóa í liðinni viku.
 

Í liðinni viku var veðurfar og færð á vegum frekar leiðinlegt og lentu þó nokkrir vegfarendur í vandræðum á fjallvegum vegna snjóa og þurfi að aðstoða nokkra ökumenn vegna þess og voru björgunarsveitir á suðurfjörðum og Hólmavík fengnar til aðstoðar.

Fjögur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í vikunni.  Þann 16. maí var tilkynnt um tvö minniháttar óhöpp á Ísafirði.  18. maí varð umferðaróhapp í Vestfjarðargöngunum, þar var einn ökumaður fluttur á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar.  20. maí hafnaði bifreið út af veginum í Súgundarfirði, ekki slys á fólki.

Tveir voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur, annar í Skutulsfirði og hinn í nágrenni við Reykhóla, sá sem hraðast ók, var mældur á 123 km/klst. þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst.

Í vikunni var lögregla við eftirlit með veitinga og gististöðum í umdæminu og var einum veitingastað lokað og einnig einum gististað.Segir í tilkynningu frá lögreglu.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Úr myndasafni

  • Frá brunanum.
  • Járnabinding er komin í grunn.29-09-08.
  • Við Ávíkurnar 15-03-2005.
  • Í Simonarpás er aðeins ein stór spíta.
  • Grænhóll við Gjögur-05-07-2004.
Vefumsjón