Yfirlit yfir veðrið í Apríl 2011.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík. Mánuðurinn byrjaði með breytilegum vindáttum fyrstu daga mánaðar síðan voru ríkjandi suðvestanáttir eða suðlægar með frosti eða hita á víxl. Enn orðið sæmilega hlýtt síðustu viku mánaðar. Foktjón varð í sunnan og suðvestan ofsaveðri þann 10 apríl um kvöldið,þak fauk af í heilu lagi af sumarhúsi í Norðurfirði og húsið skekktist til á grunni veggir skemmdust og allar rúður brotnuðu. Í Kaupfélagshúsunum í Norðurfirði brotnuð nokkrir gluggar og ýmislegt fauk þar til. Vindur náði 12 vindstigum (eldra mæligildi) þann 10. í kviðum,eða 49 M/S.
Dagar eða vikur:
1-5:Breytilegar vindáttir,andvari,kul eða gola,rigning súld,slydda,snjókoma,þurrt 3. og 4.hiti frá -3 stigum uppí +5 stig.
6-9:Suðvestan eða suðlægar vindáttir,kul,gola eða stinningskaldi,en hvassviðri um tíma þann 7.rigning eða skúrir,hiti +2 til +13 stig.
10:Sunnan og síðan SV stinningskaldi í fyrstu síðan ofsaveður eða fárviðri um kvöldið,rigning,skúrir,slydda,hiti frá +4 til +9 stig.
11-23:Suðvestan eða suðlægar vináttir,kaldi en oftast stinningskaldi,él,snjókoma,skúrir eða rigning,hiti frá-5 stigum uppí +10 stig.
24:Sunnan og SV,kaldi í fyrstu síðan hvassviðri með stormkviðum,rigning,skúrir,hiti +3 til +6 stig.
25:Breytileg vindátt,kul eða gola,þurrt í veðri,hiti -1 stig uppí +5 stig.
26-27:Sunnan stinningskaldi síðan kaldi,skúrir,hiti +4 til +9 stig.
28-29:Suðaustan gola,stinningsgola eða kaldi,rigning eða skúrir,hiti +3 til +9 stig.
30:Breytileg vindátt andvari eða kul,rigning,hiti +3 til +8 stig.
Úrkoman mældist 75,8 mm.(í apríl 2010:43,6 mm.)
Þurrir dagar voru 3.
Mestur hiti mældist þann 9: 13,0 stig.
Mest frost mældist þann 19:-4,9 stig.
Alhvít jörð var í 9 daga.
Flekkótt jörð var í 12 daga.
Auð jörð því í 9 daga.
Mesta snjódýpt mældist 20 cm þann 2.
Meðalhiti við jörð var +0,16 stig. (í apríl 2010: -1,49 stig.)
Sjóveður:Að mestu sæmilegt eða gott,nema í hvassviðrunum.
Tekið saman af Jóni G Guðjónssyni veðurathugunarmanni í Litlu-Ávík.