Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 29. apríl 2011
Prenta
Flogið á Gjögur.
Flugfélaginu Ernum tókst að fljúga til Gjögurs í dag,en flugi var aflýst vegna veðurs fyrir sunnan í gær.
Póstur og vörur komu með vélinni að venju,enda var orðið mjólkurlaust eftir páskahelgina í útibúi Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Norðurfirði og skortur orðin á öðrum nauðsynjum.Enda var mikið af fólki í sveitinni yfir páskahátíðina.
Viku póstur kom með vélinni í dag en enginn póstur kom þegar flogið var síðast á annan í páskum.