Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 27. apríl 2011
Prenta
Baráttan um Vestfirði á Sturlungaöld-fyrirlestur.
Í vetur hefur Fræðslumiðstöð Vestfjarða í samstarfi við Fornleifastofnun Íslands, Vestfirði á miðöldum, Minjavörð Vestfjarða og fleiri aðila, gengst fyrir röð fyrirlestra undir yfirskriftinni Menningararfurinn. Fyrirlestrarnir hafa verið í gegnum fjarfundabúnað og hægt að sækja þá á Ísafirði, Patreksfirði og Hólmavík. Umfjöllunarefnin hafa verið fjölbreytt og fróðleg, til dæmis Vatnsfjörður, mannabein og mannamein, Þjóðfræðistofa og þjóðmenning og saga í atvinnusköpun.
Nú næstkomandi fimmtudag 28.apríl kl 17:00 -18.00 verður fyrirlestur um Menningararfinn-Baráttan um Vestfirði á Sturlungaöld.
Þar mun Torfi Tulinius fjalla um helstu þætti þeirrar hatrömmu baráttu sem geisaði milli valdamanna á Vestfjörðum á fyrra hluta 13. aldar og hvernig hún leiddi til þess að höfðingjar af öðrum svæðum náðu undirtökum þar.
Nánar á vef frmst.