Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 10. maí 2011 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 2. til 9. maí 2011.

Tími nagladekkjanna liðinn.Mynd lögregluvefurinn.
Tími nagladekkjanna liðinn.Mynd lögregluvefurinn.
Umferð í umdæminu gekk nokkuð vel í liðinni viku, eitt umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglu, um var að ræða útafakstur í Arnarfirði, ekki slys á ökumanni, en talsverðar skemmdir á ökutæki.

Miðvikudaginn 4. maí var tilkynnt til lögreglu um skemmdarverk á tjaldsvæðinu í Tungudal í Skutulsfirði. Þar hafði bifreið verkið ekið yfirgrasið við nýja þjónustuhúsið og djúp hjólför eftir í grasinu. Ekki er vitað  hver þarna var að verki.

Sinueldur var kveiktur í Dufansdal í Arnarfirði sunnudaginn 8. maí. Slökkvilið Vesturbyggðar og Tálknafjarðar var kallað út og gekk greiðlega að slökkva, þó mátti litlu muna að eldur kæmist í kjarrgróður á svæðinu. Að gefnu tilefni vill lögregla koma því á framfæri að með öllu er óheimilt að kveikja í sinu, eftir 1. maí ár hvert. Vill lögregla biðja fólk að fara varlega með eld á víðavangi, þar sem gróður er þurr, því mikill skaði getur hlotist af ef óvarlega er farið.

Lögreglan á Vestfjörðum vill koma því á framfæri að tíma nagladekkjanna á þessu vori er liðinn og hvetur lögregla eigendur og umráðamenn bifreiða að gera viðeigandi ráðstafanir og mega þeir hinir sömu eiga von á sektum eftir 16.maí, ef ekki er úr bætt.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Úr myndasafni

  • 29-12-2010.Borgarísjakinn Jóli ca 8km A af Reykjaneshyrnu.Myndin tekin á Reykjanesi.
  • 24-11-08.
  • Grafið fyrir kapli,Orkubúsmenn leggja kapal og tengja ljóastaur.13-11-08.
  • Við Litlu-Ávík 15-03-2005.
  • Ferðafélagshúsið er rétt fyrir ofan myðja mynd.
Vefumsjón