Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 9. maí 2011
Prenta
Fjórir vilja vista hvítabjörninn.
Fjórir aðilar hafa sent Náttúrufræðistofnun erindi þar sem óskað er eftir því að fá hvítabjörninn nýskotna til varðveislu og þar af þrír á Vestfjörðum: Umhverfisstofnun fyrir gestastofu á Hornströndum, Núpur í Dýrafirði og Melrakkasetrið í Súðavík. Sá fjórði er í Fljótum í Skagafirði. „Það væri mjög gaman ef við fengum hann hingað til okkar," segir Jón Björnsson, forstöðumaður Hornstrandastofu aðspurður um málið. Ferðaþjónustubóndinn og kokkurinn Guðmundur Helgi Helgason á Hótel Núpi segist hafa heyrt að aðili utan Ísafjarðarbæjar hafi sóst eftir að fá að geyma dýrið og því hafi þeir ákveðið að sækja um að varslan kæmi í þeirra hlut. „Við gátum ekki hugsað okkur að dýrið færi annað, hann var skotinn hér og á því að vera í Ísafjarðarbæ."Segir Guðmundur við BB.ís
Nánar hér á Bæarins Besta.
Nánar hér á Bæarins Besta.