Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 9. maí 2011
Prenta
Vegur lokaðist.
Vegurinn til Norðurfjarðar var orðinn lokaður í morgun um níuleytið þegar bíll ætlaði um hann.
Mikið grjóthrun hefur verið í svonefndum Urðum veginum til Norðurfjarðar,í nótt og í morgun vegna hinnar miklu úrkomu sem var fram á morgun.Allstórir steinar voru í þessu.
Einnig var smá skriða í Hvalvík rétt norðan Árnesstapanna enn náði rétt í efra hjólfar.
Vegagerðin lét ekki opna fyrr enn í hádeginu.Það stytti alveg upp nokkru eftir hádegið.
Eins og fram hefur komið hér á vefnum mældist úrkoman 34,0 mm eftir nóttina á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.