Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 15. júní 2011
Prenta
Snjóaði í fjöll í nótt.
Í morgun á veðurstöðinni í Litlu-Ávík bæði kl sex og klukkan níu voru gefin upp snjóél,og náði snjór niður í ca 100 metra hæð yfir sjávarmál í fjallinu Örkinni.
Hitinn var á stöðinni kl 06:00 2,2 stig og kl 09:00 2,4 stig og hafði hitinn farið niðrí 1,8 stig um nóttina.
Oft hefur snjóað niðrí byggð um 17 júní hér í Árneshreppi þótt það sé ekki árviss viðburður.