Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 15. júní 2011 Prenta

Jón og séra Jón unnu Einarinn.

Jón Ísleifsson.
Jón Ísleifsson.
Heimildamyndin Jón og séra Jón var ein af þeim myndum sem sýndar voru á hátíðinni Skjaldborg sem haldin var nú um Hvítasunnuhelgina á Patreksfirði. Steinþór Birgisson gerði myndina sem sýnd var fyrir troðfullu húsi, en allar tökur er frá þeim tíma sem séra Jón Ísleifsson bjó í Árnesi í Trékyllisvík og þjónaði Árnessókn. Áður þjónaði Jón um tíma í Sauðlauksdal. Myndin fékk góðar viðtökur og hlaut meðal annars hin eftirsóttu áhorfendaverðlaun Skjaldborgarhátíðarinnar sem besta myndin að þessu sinni, en verðlaunin eru kölluð Einarinn.

Í myndinni er einkum fjallað um baráttu séra Jóns fyrir að fá að búa áfram í Árnesi og nytja hlunnindin, eftir að hann hættir sem sóknarprestur. Sagðar eru af honum margvíslegar sögur, sannar og lognar. Glíma séra Jóns við geistleg yfirvöld og söfnuð hans í Árnessókn er þó ekki endilega í brennidepli í myndinni. Miklu fremur er athyglinni beint að persónu Jóns sjálfs og glímu hans við sjálfan sig, sérvisku sína og bresti.

Augljóst er að myndin á eftir að vekja mikla athygli og umræðu þegar hún verður sýnd opinberlega.
Segir á Strandir.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Þegar snjór og sjór koma saman.08-01-2001.
  • Platan steypt.01-10-08.
  • Helga og Hilmar.Helga var veislusjóri fyrir í afmæli ömmu sinnar,og Hilmar sá um músikina.
  • Norðvesturhlið komin.28-10-08.
  • úr eldhúsi,matur borinn fram.
Vefumsjón