Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 24. júní 2011 Prenta

Nýtt og endurbætt Árneshreppskort.

Ferðaþjónustukort Árneshrepps.
Ferðaþjónustukort Árneshrepps.
1 af 2
Nú fyrir stuttu var endurútgefið ferðaþjónustukort og sögustaðir fyrir Árneshrepp,en eldri útgáfan var uppurin.

Inná kortið hefur verið bætt  nokkrum stöðum,svo sem ný hús hjá Urðartindi en þau hús voru byggð í fyrrasumar eftir að fyrri útgáfa kom út.Einnig Ferðaþjónustan í Ófeigsfirði.Eins voru sett tákn við auglýsingar frá þjónustuaðilum sem er á aftari hluta kortsins.

Þeyr aðilar sem tóku þátt eru kynntir á bakhlið kortsins eru:

Hótel Djúpavík-Flugfélagið Ernir-Litlihjalli.is-Æðardúnn úr Árnesey-Minja og handverkshúsið Kört-Assa,þekking&þjálfun-Sumardvöl á Melum í Trékyllisvík-Ferðaþjónustan Urðartindur-Ferðafélag Íslands-Kaupfélag Steingrímsfjarðar Norðurfirði-Gistiheimili Norðurfjarðar-Kaffi Norðurfjörður-Sparisjóður Strandamanna Norðurfirði-Gamla kjötfrystihúsið-Gistiheimilið Bergistanga-Siglingar á Hornstrandir og Árneshreppur með þrjár auglýsingar:Finnbogastaðaskóli,Félagsheimilið og Norðurfjarðarhöfn.

Um hönnun og teikningu sá Ómar Smári Kristinsson og umbrot sá Nína Ivanova á Ísafirði,prentun fór fram í Svansprenti.

Um enska þýðingu sá Ingibjörg Ágústsdóttir.

Kortið liggur frammi á flestum viðkomustöðum í Árneshreppi og á Upplýsingamiðstöðinni á Hólmavík og víðar.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Sigursteinn lagar spýtur til.Allt verður dregið upp með traktor seinna.
  • Borgarísjaki með tvo tinda er NNV við Reykjaneshyrnu ca 18 KM frá landi.26-08-2018.
  • Óskar III ST 40-Gunnsteinn Gíslason.
  • Teikning af nýju kaffihúsi á Norðurfirði.
Vefumsjón