Nýtt og endurbætt Árneshreppskort.
Inná kortið hefur verið bætt nokkrum stöðum,svo sem ný hús hjá Urðartindi en þau hús voru byggð í fyrrasumar eftir að fyrri útgáfa kom út.Einnig Ferðaþjónustan í Ófeigsfirði.Eins voru sett tákn við auglýsingar frá þjónustuaðilum sem er á aftari hluta kortsins.
Þeyr aðilar sem tóku þátt eru kynntir á bakhlið kortsins eru:
Hótel Djúpavík-Flugfélagið Ernir-Litlihjalli.is-Æðardúnn úr Árnesey-Minja og handverkshúsið Kört-Assa,þekking&þjálfun-Sumardvöl á Melum í Trékyllisvík-Ferðaþjónustan Urðartindur-Ferðafélag Íslands-Kaupfélag Steingrímsfjarðar Norðurfirði-Gistiheimili Norðurfjarðar-Kaffi Norðurfjörður-Sparisjóður Strandamanna Norðurfirði-Gamla kjötfrystihúsið-Gistiheimilið Bergistanga-Siglingar á Hornstrandir og Árneshreppur með þrjár auglýsingar:Finnbogastaðaskóli,Félagsheimilið og Norðurfjarðarhöfn.
Um hönnun og teikningu sá Ómar Smári Kristinsson og umbrot sá Nína Ivanova á Ísafirði,prentun fór fram í Svansprenti.
Um enska þýðingu sá Ingibjörg Ágústsdóttir.
Kortið liggur frammi á flestum viðkomustöðum í Árneshreppi og á Upplýsingamiðstöðinni á Hólmavík og víðar.