Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 15. júní 2011
Prenta
Borið á í snjó og slydduéljum.
Bændur hér í Árneshreppi voru flestir búnir að bera að mestu á tún áður en úrkomusamara varð eða um 8 til 9 júní,en margir áttu eftir að bera tilbúin áburð á tún að einhverju leyti eftir það.
Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi í Litlu-Ávík fór að bera á eitt tún á heimajörðinni sem eftir var,og hjáleiguna á Reykjanesi sem er vaninn að bera seinna á því það er yfirleitt síðast slegið, í morgun í snjó eða slydduéljum.
Það er vont áburðurinn vill klessast í áburðardreifaranum þegar áburðurinn blotnar,enn það varð bara að klára að koma áburðinum á túnin ef einhvern tíma sprettur í þessum kuldum,en ekki vantar vætuna.