Ferðamannafjöldi misjafn á Ströndum.
Norðar, þar sem Reimar Vilmundarson siglir með gönguhópa frá Norðurfirði á Hornstrandir, hefur sumarið verið afleitt og ekki eins slæmt síðan hann byrjaði árið 2003. Hann ;sagði í viðtali við RÚV í gær,að ekkert ferðaveður hafa verið á sjónum og að margir hafi afbókað auk þess sem ekki sé hægt að sigla suma daga. Fólk sé tímabundið og geti ekki leyft sér svona tafir.
Landvörðurinn á Hornströndum ;segir einnig í viðtali við RÚV,júnímánuð hafi verið erfiðan og kaldan. Sumarið sé þó ekki nema tíu dögum seinna en venjulega, enda séu Hornstrandir yfirleitt ekki að vakna fyrr en um tuttugasta júní. Á ferðaskrifstofunni Vesturferðum á Ísafirði hefur sumarið gengið vel þrátt fyrir kaldan júní. Metfjöldi er í komum skemmtiskipa til Ísafjarðar. Íslendingar hafa verið seinni á ferðinni en erlendir gestir þeim mun fleiri. Heildarfjöldi farþega er því svipaður eða ívið meiri en í fyrra. Og af Galdrasýningunni á Ströndum er afar svipaða sögu að segja.