Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 30. júní 2011 Prenta

Hamingjudagar á Hólmavík um helgina.

Spáð er góðu veðri á hamingjudögum.
Spáð er góðu veðri á hamingjudögum.
1 af 2
Hamingjan svífur og sólin skín á Hólmavík þessa dagana, en þar eru Hamingjudagar nú haldnir í sjöunda sinn. Hátíðin nær hámarki nú um helgina, en þá mæta m.a. hamingjufrömuðirnir Ásdís Olsen og Karl Ágúst Úlfsson á staðinn með hamingju-vinnustofu og trommuhring. Auk þess er margvísleg afþreying í boði. Meðal þess sem er á dagskránni Íslandsmet í hópplanki, Pollapönkarar láta í sér heyra, Geirmundur Valtýsson spilar á dansleik og trúbadorinn Svavar Knútur spilar á tónleikum á fimmtudagskvöldi þar sem allar ömmur með ömmubörn í eftirdragi fá frítt inn. Auk þess er hægt að fara á leiksýningar, listsýningar og Furðuleika svo fátt eitt sé nefnt. Heimamenn standa einnig sjálfir fyrir afskaplega fjölbreyttum og skemmtilegum atriðum.

 

Þá ætlar sveitarstjórn Strandabyggðar að taka fyrir á sérstökum hátíðarfundi nýja hamingjusamþykkt sveitarfélagsins, en ekki er vitað til þess að slík samþykkt sé til hjá nokkru sveitarfélagi í heiminum. Ekki má síðan gleyma að minnast á Hnallþóruhlaðborð að kveldi laugardags, en þá bjóða íbúar í Strandabyggð öllum gestum Hamingjudaga upp á ókeypis kræsingar í tertuformi.

 

Svo má ekki gleyma því að veðurspáin segir að besta veðrið um helgina verði á Norður og Norðvesturlandi. Það er ekki leiðinlegt innlegg í hamingjuna á Hólmavík. Dagskrá hátíðarinnar má nálgast á vefnum www.hamingjudagar.is.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Íshrafl í Ávíkinni 28-12-2001.
  • Úr svefnherbergisálmu.05-02-09.
  • Hafís. 13-06-2018
  • Margrét S Nielsen og Sveinn Sveinsson vertar í Kaffi Norðurfirði.12-03-2012.
Vefumsjón