Birnan var þriggja ára.
Hvítabjörninn sem var felldur í Rekavík á Hornströndum 2. maí sl. var ung birna. Dýrafræðingur á Tilraunastöðinni á Keldum segir að hún hafi verið 95 kílóa og 173 cm á hæð. Birnan var ekki smituð af tríkínum en í maga fannst sníkjuþráðormur sem oft finnst í maga til dæmis kampsels og hringanóra.
Karl Skírnisson dýrafræðingur segir í tilkynningu að mikilvægt sé að hindra að tríkínur nái fótfestu hér á landi, en Ísland sé eitt fárra landa þar sem þessir sníkjuormar, sem reynst geti mönnum lífshættulegir, sé ekki landlægir.
Karli var fengið að sjá um rannsóknir á dýrinu. Hún var gerð í samvinnu við Ólöfu Guðrúnu Sigurðardóttur, dýralækni og dýrameinafræðing á Keldum og Þorvald Björnsson, hamskera Náttúrufræðistofnunar Íslands.
Hann segir að aldursgreining birnunnar, sem byggi á talningu árhringja á tannrótum, sýndi að birnan var ríflega þriggja ára (talin fædd í janúar 2008).
Hér má sjá fréttatilkynninguna í heild.
Þetta kom fram á vef Morgunblaðsins í gær.