Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 29. júní 2011
Prenta
Flugslysaæfing á Gjögurflugvöll 7- 8.okt.
Í gær var haldinn fundur í Félagsheimilinu Trékyllisvík til að ákveða flugslysaæfingu fyrir Gjögurflugvöll í haust,en þá verða um fjögur ár síðan að slík æfing var þar á vellinum.
Fyrirfundinum stóð Isavía og Lögreglustjóri Vestjarða.
Fyrir hönd Isavía var mættur Bjarni Sighvatsson sem sér um æfingarnar og fyrir Lögreglustjóra Vestfjarða mætti Jónas Sigurðsson yfirlögregluþjónn.
Einnig voru mætt á fundinn Oddný Þórðardóttir oddviti Árneshrepps og Sveindís Guðfinnsdóttir flugvallarvörður Gjögurflugvallar og nokkrir aðrir.
Farið var yfir nokkur mál sem tengjast æfingunni og var sú ákvörðun tekin að halda æfinguna 7 til 8. október 2011.