Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 27. júní 2011 Prenta

Hörður hættir að fljúga.

Hörður Guðmundsson í fyrsta áætlunarfluginu til Gjögurs ásamt flugmanni.
Hörður Guðmundsson í fyrsta áætlunarfluginu til Gjögurs ásamt flugmanni.
Eftir nær hálfa öld í háloftunum er flugkappinn Hörður Guðmundsson hættur störfum sem flugmaður. Hann fagnaði 65 ára afmæli sínu á föstudaginn var og flaug sitt síðasta áætlunarflug, frá Bíldudal og til Reykjavíkur. Stór hópur vina og vandamanna var saman kominn við flugbrautina á Reykjavíkurflugvelli, þegar Hörður Guðmundsson lenti vél sinni um hádegisbilið á föstudag. Þótt hann sé hættur í áætlanafluginu kveðst hann ekki vera endanlega lentur. Þessi dagur sé mjög svipaður þeim á undan. Alltaf nóg að gera og hann horfi bjartur til framtíðar. Örninn er lentur, eins og einhver sagði, en hann haldi áfram að þjálfa og kenna og prófa sitt fólk og kannski einhverja fleiri.Hörður stofnaði flugfélagið Erni árið 1970 og gegndi það veigamiklu hlutverki í samgöngu- og öryggismálum Vestfjarða um áratuga skeið. Auk þess tók það að sér verkefni í hjálparflugi á vegum Alþjóðlega Rauðakrossinn og þróunarverkefni á vegum Sameinuðu þjóðanna.

Árið 2007  hóf Ernir  áætlunarflug til Bíldudals, Gjögurs, Sauðárkróks og Hafnar í Hornafirði.

Þetta kom fram í fréttum RÚV föstudaginn 24 júní.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Mikil froða eða (sælöður),í Ávíkinni 10 setember 2012 í norðan brimi.
  • Mynd frá Skúla Alexandersyni: sem hann sendi vefnum af hafísþökum á Reykjarfirði 1965.
  • NV hlið unnið við kjöljárn.Ási og Siggi.18-12-2008.
  • Aðventuljós í glugga.18-12-2008.
  • Borgarísjakabrot útaf Lambanesi 16-09-2003.
  • Frá Gjögurflugvelli 27-01-2012.
Vefumsjón