Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 18. júlí 2011 Prenta

Bændur hafa hug á að hefja slátt.

Frá heyskap á Melum.Myndasafn.
Frá heyskap á Melum.Myndasafn.
Bændur hér í Árneshreppi hafa orðið hug á að hefja slátt enn um þetta leyti var sláttur langt komin í fyrra.Grasspretta hefur lagast talsvert síðustu daga eftir að hiti var orðinn loks sæmilegur nú fyrr í mánuðinum eða frá 10 til 14 júlí enda nógur raki í jörð.

Nú á föstudaginn kólnaði aftur með norðlægum áttum og þokulofti og súld með köflum og er spáð fremur svölu veðri fram í vikuna og með einhverri úrkomu.

Björn bóndi Torfason á Melum sló tvö tún í liðinni viku og gat rúllað það á fimmtudaginn,áður en norðanáttin og súldin komu daginn eftir,á þessi tún verður borin áburður aftur.

Eftir þessu mun slætti hér í Árneshreppi seinka í um hálfan mánuð miðað við í fyrra.

Enn bændur munu hefja slátt fyrir alvöru um leið og veður leifir.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Desember »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • þá er Hrafn búin að taka fystu skóflustúnguna.Guðmundur og Guðbjörg fylgjast með.22-08-08.
  • Sement sett í.06-09-08.
  • Gjögur-05-07-2004.
  • Borgarísjaki ca 12 km NNA af Litlu-Ávík og ca 6 km A af Sæluskeri.
  • Smiðir  vinna að undirbúngi á þaki 11-11-08.
  • Árnesey-06-08-2008.
Vefumsjón