Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 19. júlí 2011
Prenta
Ágætt fiskirí.
Um tuttugu bátar róa nú frá Norðurfirði.Flestir eru á strandveiðum og nokkrir sem eru með kvóta.
Ágætt fiskirí hefur verið hjá bátunum og strandveiðibátar hafa oftast komið með skammtinn sinn að landi í hverri sjóferð,en róið er fjóra daga í viku.Þeir sem eru með kvóta geta fiskað eins og þeir vilja þangað til kvótanum er náð.
Allur fiskur er ísaður og fer beint á markað.Strandafrakt sér um alla fiskflutninga frá Norðurfirði og fara þaðan á kvöldin þegar bátar eru búnir að landa.