Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 11. ágúst 2011 Prenta

Djúpavíkurdagar 12.-14.ágúst 2011.

Djúpavíkurdagar 12.-14.ágúst 2011.
Djúpavíkurdagar 12.-14.ágúst 2011.
Fréttatilkynning:
Dagskráin byrjar formlega á föstudeginum kl. 19:00 með kvöldverðahlaðborði með ítölsku ívafi.  Sækjum hugmyndir í eldhús Ítala, m.a. pasta og pizzur.  Verð kr. 2.500,- f. fullorðna og ½ fyrir börn.

Kl. 21:30 verða tónleikar með Jóhanni Kristinssyni. Hann hefur ferðast um Evrópu í tónleikaferðir, hefur m.s. spilað á Spot Festival í Danmörku og tók þátt í Melodica Festival hérna heima og spilaði í aðdraganda þess fyrir okkur hérna í Djúpavík í fyrra, ásamt fleirum.  Hann er á förum til Bandaríkjanna til tónleikahalds eftir helgina.

Aðgangseyrir er kr. 1.500,- .., kr. 1.000,- fyrir matargestir.

 

Á laugardaginn verður ýmislegt til gamans gert fyrir utan að fara okkar hefðbundnu leiðsöguferðir í gegnum verksmiðjuna, en þær eru samkvæmt venju kl. 10:00 og 14:00.  

Kl. 15:00 verður farið í sjóferð á Djúpfara og gáð að hvölum og rennt fyrir fisk samtímis.  Stórhveli hafa verið hér í æti á firðinum öllum til óblandinnar ánægju og vonumst við til að fleiri getið notið þess að sjá þá.  Verð kr. 1.000,- og ½ fyrir börn.

Farið verðum í aðra sjóferð kl. 17:00 ef eftirspurn er nægjanleg.

Kl. 19:00 á laugardagskvöldið verður síðan okkar árlega sjávarréttahlaðborð með ljúffengum réttum sem lagaðir eru úr auðæfum hafsins.

Kl. 21:30 verða tónleikar með Svavari Knúti.  Svavar er löngu landsþekktur og hefur farið í tónleikaferðir bæði um Evrópu og til Bandríkjanna.  Ekki ef vafi á að Svavar Knútur mun fara á kostum eins og honum einum er lagið.  Aðgangseyrir er kr. 1.500,- og kr. 1.000,- fyrir matargesti.

 
Sunnudaginn 14.ágúst kl. 14:00 verður síðan eitt af okkar frábæru kökuhlaðborðum. Við segjum sem fyrr: Góðar kökur, gott verð.   Kr. 1.750.- fyrir manninn.  ½ gjald fyrir börn frá 6 ára að 12 ára.


Verið öll hjartanlega velkomin.

Fjölskyldan og starfsfólk

Hótel Djúpavík.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Jóhann Björn,Jón Guðbjörn,Ragna og Bía.
  • Krossnessundlaug-31-08-2002.
  • Húsið fellt.
  • Hringnum lokað suðvestur hlið.28-10-08.
Vefumsjón