Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 16. ágúst 2011
Prenta
Íslandsmeistaramót í hrútadómum.
Það verður sannkölluð stórhátíð í Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum laugardaginn 20. ágúst kl. 14:00. Þá verður haldið í níunda sinn Íslandsmeistaramót í hrútadómum - venjulega kallað hrútaþukl - en þessi íþróttagrein hefur smám saman náð almennri hylli landans síðan Sauðfjársetrið hóf að halda mótið árið 2003. Um kvöldið verður síðan haldið Þuklaraball í félagsheimilinu á Hólmavík með hljómsveitinni Upplyftingu.