Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 4. ágúst 2011 Prenta

Merki fyrir félagsþjónustuna.

Merki sveitarfélaganna fjögurra sem standa að Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps.
Merki sveitarfélaganna fjögurra sem standa að Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps.
Óskað er eftir tillögum að merki (lógó) félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps. Lógóið þarf að vera tilbúið til notkunar á tölvutæku formi.

Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps er sameiginleg félagsþjónusta sveitarfélaganna, Árneshrepps, Kaldrananeshrepps, Strandabyggðar og Reykhólahrepps. Félagsþjónustan sinnir þjónustu á sviði barnaverndar, félagslegrar ráðgjafar, fjárhagsaðstoðar, málefni fatlaðs fólks, félagslegrar heimaþjónustu og málefni aldraðra.

Einkennisorð félagsþjónustunnar eru mannvirðing, fordómaleysi og trúnaður.

Tillögurnar óskast sendar inn á skrifstofu Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps, Höfðagötu 3, 510 Hólmavík ekki seinna en 18.september 2011, merktar „lógó". Félagsmálastjóri tekur við tillögunum. Nánari upplýsingar veitir Hildur Jakobína Gísladóttir félagsmálastjóri í síma 842-2511 eða í gegnum netfangið felagsmalastjori@strandabyggd.is.

Í verðlaun eru heiðurinn á höfundaverki kennimerkisins auk 50.000 króna.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Margrét Jónsdóttir.
  • Borgarísjaki ca 20 km frá landi 14-09-2001.
  • Á Fellsbrún á leið á Kálfatind.
Vefumsjón