Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 12. september 2011
Prenta
Heimasmalanir byrjaðar.
Nú um helgina byrjuðu bændur í Árneshreppi að smala heimalönd sín.Byrjað var í Trékyllisvík á föstudaginn,Naustvíkurskörð og Finnbogastaðarfjall.Og á laugardaginn Árnes og Bæjardalir.Á sunnu dag var smalað frá Gjögri,Reykjaneshyrnan og til Litlu-Ávíkur.Og síðan halda heimasmalanir áfram á bæjum þar til skildu leitir byrja.
Eins og fram hefur komið hér á vefnum var leitum frestað um viku og þar afleiðandi byrjuðu heimasmalanir um viku seinna.
Næstkomandi föstudag og laugardag verður norðursvæðið leitað og réttað í Melarétt þann 17.
Vegna óskipulagðra leita á syðsta svæðinu þar sem smalað er til Veiðileysu vantar sjálfboðaliða á fimmtudaginn 22 og föstudaginn 23.