Síðari leitir og réttað í Kjósarrétt.
Á fimmtudag voru bændur að smala allt að frá Kaldbaksvík og eða frá hreppsmörkum Kaldrananeshrepps og Árneshrepps svonefndum Spena og Veiðileysusvæðið og fé rekið í rétt þar,enn bændur voru búnir að koma upp allgóðri rétt þar fyrir nokkrum árum, og fé keyrt heim á tún bænda.
Á föstudag var smalað frá Veiðileysu og kringum Kamb og frá Veiðileysuhálsi til Kleifarár og fé rekið í Kjósarrétt og fé sorterað og keyrt heim á tún bænda.
Í dag laugardag var síðan hin skipulega leit frá Naustvíkurgili og inn með Reykjarfirði og fjalllendið þar og í suðri frá Búrfelli út Kjósarfoldir með Háafelli og til Kleifará og fé allt réttað í Kjósarrétt.Þar sem fé er dregið og sett á vagna og keyrt heim.Það má segja að sé réttað tvisvar í Kjósarrétt því aðaldagurinn er raunverulega föstudagurinn og þá kemur flest fé í þeirri smölun.
Smala og leitarmenn fengu talsverða súld á sig á fimmtudagsmorguninn en síðan stytti upp, á föstudag var þurrt í veðri og ágætisveður.Í dag var hvöss ANA með dálítilli rigningu eða súld með köflum.