Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 24. september 2011 Prenta

Síðari leitir og réttað í Kjósarrétt.

Fé komið í Kjósarrétt.
Fé komið í Kjósarrétt.
1 af 4

Á fimmtudag  voru bændur að smala allt að frá Kaldbaksvík og eða frá hreppsmörkum Kaldrananeshrepps  og Árneshrepps svonefndum Spena og Veiðileysusvæðið og fé rekið í rétt þar,enn bændur voru búnir að koma upp allgóðri rétt þar fyrir nokkrum árum, og fé keyrt heim á tún bænda.

Á föstudag var smalað frá Veiðileysu og kringum Kamb og frá Veiðileysuhálsi til Kleifarár og fé rekið í Kjósarrétt og fé sorterað og keyrt heim á tún bænda.

Í dag laugardag var síðan hin skipulega leit frá Naustvíkurgili og inn með Reykjarfirði og fjalllendið þar og í suðri frá Búrfelli út Kjósarfoldir með Háafelli og til Kleifará og fé allt réttað í Kjósarrétt.Þar sem fé er dregið og sett á vagna og keyrt heim.Það má segja að sé réttað tvisvar í Kjósarrétt því aðaldagurinn er raunverulega föstudagurinn og þá kemur flest fé í þeirri smölun.

Smala og leitarmenn fengu talsverða súld á sig á fimmtudagsmorguninn en síðan stytti upp, á föstudag var þurrt í veðri og ágætisveður.Í dag var hvöss ANA  með dálítilli rigningu eða súld með köflum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Gunnsteinn og Hilmar.
  • Gengið forna götu yfir í Húsárdal.
  • Ragnheiður Edda Hafsteinsdóttir útibústjóri útibús. ksn og  póstmeistari skálar við Jón Guðbjörn sextugann.
  • Byrjað að klæða þakið 11-11-08.
  • Þórólfur vinnur við að setja rafmagnsdósir og rör.04-04-2009.
  • Hilmar og Gulli píparar.08-11-08.
Vefumsjón