Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 20. september 2011
Prenta
Fyrsta féð fer í slátrun.
Fyrstu fjárbílarnir komu í Árneshrepp frá Blönduósi í gærkvöldi eða fimm bílar sem tóku fé á fimm bæjum og fóru síðan aftur í nótt með sláturfé,því fé var slátrað í dag.Síðan komu tveir bílar í dag frá Hvammstanga og sem tóku fé á fjórum bæjum,því fé verður slátrað á morgun.Í heildina hafa þetta verið hátt í tvöþúsund lömb sem fóru til slátrunar í þessari lotu. Bændur láta slátra á Blönduósi eða á Hvammstanga.Það er í sláturhúsi KVH ehf á Hvammstanga og í sláturhúsi SAH afurða ehf á Blönduósi.