Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 19. september 2011 Prenta

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 12.til 19 september.

Í liðinni viku gekk umferð nokkuð vel fyrir sig í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum.
Í liðinni viku gekk umferð nokkuð vel fyrir sig í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum.
Í liðinni viku gekk umferð nokkuð vel fyrir sig í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum, þó voru fjórir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur og sá sem hraðast ók, var mældur á 120 km/klst,þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst. í nágrenni við Ísafjörð.

Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu s.l. sunnudag  með tíu mínútna millibili. Um var að ræða tvær  bílveltur í Arnarfirði, önnur á Bíldudalsvegi í Dufansdal, þar hafnaði bifreið langt út fyrir veg og hin á Ketildalavegi í Hringsdal, þar hafnaði bifreið á hvolfi út fyrir veg.  Um minniháttar meiðsl var að ræða í báðum þessum tilfellum og fóru ökumenn og farþegar á Heilsugæslustöðina á Patreksfirði til skoðunar.

Um liðna helgi gekk skemmtanahald vel fyrir sig og án teljandi afskipta lögreglu.

Lögregla vill koma því á framfæri við foreldra og forráðamenn barna og unglinga að virða útivistartíma.  Þá vill lögregla ennfremur benda ökumönnum /umráðamönnum bifreiða á að kanna með ljósabúnað bifreiða sinna, en nokkuð hefur borið á því að ljósabúnaði sé áfátt.  Þá er ekki úr vegi að geta þess að á þessum tíma árs má vænta krappra lægða sem ganga upp að landinu og geta valdið verulegum hvössum vindi, því er fólk beðið um að gæta að lausum munum við hús og híbýli sín.
Segir í frétt frá lögreglu.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Gamla vindmyllan við Karlshús á Gjögri bognaði svona í SV ofsaveðri 14-03-2011.
  • Lagðar lagnir í grunn.24-09-08.
  • Borgarísjaki ca 12 km NNA af Litlu-Ávík og 6 km A af Sæluskeri.
Veðurstofan setti inn píluna þar sem jakinn er.
Vefumsjón