Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 19. október 2011 Prenta

Fyrirlestur um náttúru Vestfjarða.

Refur í Hlöðuvík Hornstrandir.Mynd Vesturferðir,is
Refur í Hlöðuvík Hornstrandir.Mynd Vesturferðir,is

Fyrsti fyrirlesturinn í röð fyrirlestra um náttúru Vestfjarða verður sendur út í fjarfundi á morgun, fimmtudaginn 20. október kl 17-18. Fjallað verður um Atferli dýra og það er Þorleifur Eiríksson dýrafræðingur og forstöðumaður Náttúrustofu Vestfjarða sem flytur þennan fyrsta fyrirlestur. Verður hann aðgengilegur í fjarfundi bæði í Þróunarsetrinu á Hólmavík og Reykhólaskóla. Náttúrustofa Vestfjarða, Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum og Fræðslumiðstöð Vestfjarða gangast fyrir þessari röð alþýðlegra fyrirlestra um náttúrufræðileg efni. Fyrirlestrarnir verða bæði um þær rannsóknir sem nú eru stundaðar á Vestfjörðum og almennt um náttúrufræðileg efni. Fyrirlestrarnir verða sendir út í fjarfundabúnaði þannig að þeir sem hafa aðgang að slíkum búnaði geta nýtt sér þá. Fyrirlestrarnir verða að jafnaði þriðja fimmtudag í mánuði kl. 17:00-18:00.
Skráning er á slóðinni http://www.frmst.is/index.php/namskeid/texti/natturan_atferli_dra/

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« September »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Snjóblástur á Gjögurflugvelli 10-03-2008.
  • Sveindís Guðfinnsdóttir Flugvallarvörður.
  • Veiðileysa-11-09-2002.
  • Borgarísjaki ca 20-22 km NNA af Reykjaneshyrnu og um 7 til 8 km A af Sæluskeri. 21-09-2017.
  • Árnesstapar-06-08-2008.
  • Hilmar Hjartarson tók á móti gestum með harmonikkuleik.
Vefumsjón