Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 4. desember 2011
Prenta
Bæjarhreppur og Húnaþing vestra sameinast.
Kosningar fóru fram í gær laugardag um sameiningu þessara byggðarlaga. Kjörstaðir voru á Borðeyri og á Hvammstanga. Í Bæjarhreppi kusu alls 61,já sögðu 39 eða 63,9 % ,nei sögðu 22 eða 36,1 %. Auðir seðlar og ógildir voru 0.
Í Húnaþingi vestra kusu 323 já sögðu 271 eða 83,9 %, nei sögðu 50 eða 15,4 %. Auðir og ógildir seðlar voru 2 eða 0,7 %.
Frá þessu er greint á vefnum hunathing.is