Veðurspáleikur.
Meira
Þriðjudaginn 29. nóv., varð minniháttar óhapp við Seljalandsveg á Ísafirði, ekki miklar skemmdir á ökutækjum. Miðvikudaginn 30 .nóv., varð minniháttar óhapp á Hólmavík, þar var bakkað utan í bifreið, ekki miklar skemmdir á ökutækjum. Sama dag varð bílvelta á Gemlufallsheiðinni, ekki slys á fólki, en einhverjar skemmdir á ökutæki. Fimmtudaginn 1. des., varð útafakstur á Djúpvegi við Óshlíðargöng, einhverjar skemmdir á ökutæki, en ekki slys á fólki. Sunnudaginn 4. des., urðu tvö óhöpp við Hólmavík, það fyrra varð á Djúpvegi skammt sunnan við Hólmavík, þar hafnaði bifreið á hvolfi út fyrir veg, ökumaður og tveir farþegar hans voru fluttir á Heilsugæslustöðina á Hólmavík til skoðunar, meiðsli reyndust sem betur fer minni háttar. Bifreiðin óökuhæf. Seinna óhappið þann dag varð á brúnni við Broddadalsá, þar hafnaði bifreið á brúarstólpa, bifreiðin óökuhæf, ökumaður og farþegi sluppu án meiðsla.
Kosningar fóru fram í gær laugardag um sameiningu þessara byggðarlaga. Kjörstaðir voru á Borðeyri og á Hvammstanga. Í Bæjarhreppi kusu alls 61,já sögðu 39 eða 63,9 % ,nei sögðu 22 eða 36,1 %. Auðir seðlar og ógildir voru 0.
Í Húnaþingi vestra kusu 323 já sögðu 271 eða 83,9 %, nei sögðu 50 eða 15,4 %. Auðir og ógildir seðlar voru 2 eða 0,7 %.
Frá þessu er greint á vefnum hunathing.is
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík. Mánuðurinn byrjaði með Norðaustan og Norðan hvelli fram til þriðja,með snjókomu eða éljum og síðan rigningu. Síðan voru mest suðlægar vindáttir fram til 22,og með nokkrum hlýindum miðað við árstíma. Síðan voru breytilegar vindáttir oftast hægur vindur en með nokkru frosti. Þann 28 snerist til Norðaustanáttar og síðan í Norðan hvassviðri og storm með snjókomu og frosti. Mánuðurinn endaði síðan austan hægviðri með frosti. Stormur var af suðri um kvöldið þann 7.og fram á morgun þann 8.Vindur náði þá meir en 12 vindstigum eða 40 m/s í kviðum. Úrkoman í mánuðinum var talsverð.
Yfirlit dagar eða vikur:
Verið er að opna veginn norður í Árneshrepp samkvæmt vef Vegagerðarinnar. Nú er komið hið besta veður,NA stinningsgola og smá él og frost er um fimm stig. Nú lítur vel út með flug til Gjögurs,en áætluð brottför úr Reykjavík er klukkan eitt,ekki var hægt að fljúga í gær og á mánudag vegna veðurs. Einnig er áætlunarflugdagur á morgun fimmtudag.
Markmiðið með sameiningunni er að efla starfsemina og samvinnu þeirra öflugu starfsmanna sem nú starfa hjá ólíkum stofnunum. Þannig verður til öflugri stofnun sem betur getur sinnt núverandi verkefnum auk þess að vera betur í stakk búin til að taka að sér stærri verkefni. Sú þjónusta sem veitt hefur verið einstaklingum og fyrirtækjum verður áfram í boði, en markmiðið er að bæta og efla þá þjónustu.
Lögð hefur verið mikil áhersla á að viðhalda mannauði þessara stofnana við sameiningu og ekki síður að nýta þekkingu starfsmanna í því breytingaferli sem nú er hafið.Stefnt er að óbreyttu starfsmannhaldi sem einnig tryggir þjónustu við viðskiptamenn og aðra starfsemi stoðkerfisins í framtíðinni.
Starfshópur hefur unnið að undirbúningi málsins frá Fjórðungsþingi í byrjun september og skilaði tillögum inn á auka Fjórðungsþing. Í þeirri tillögu sem samþykkt var á þinginu er gert ráð fyrir innleiðingarferli, fyrsta skref þess er sameining Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða við Fjórðungssamband Vestfirðinga, frá og með 1. janúar 2012. Jafnframt verður aukið samstarf við Markaðsstofu Vestfjarða og Menningarráð Vestfjarða,sem svo sameinast nýrri stofnun í síðasta lagi í janúar 2013.