Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 5. til 12. des.2011.
Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar í vikunni, þann 7. des., varð árekstur á Vestfjarðarvegi við gatnamót Flateyrarvegar, þar skullu saman tvær bifreiðar, talsvert tjón á ökutækjum, en ekki slys á fólki, sama dag var ekið utan í hross á Engidalsvegi í Skutulsfirði, hrossið slapp án teljandi meiðsla, en einhverjar skemmdir á bifreiðinni.
Fimmtudaginn 8. des., barst lögreglu tilkynning um dauðan hund við höfnina á Þingeyri. Málið er í rannsókn lögreglu.
Skemmtanahald um liðna helgi fór vel fram í umdæminu og án teljandi afskipta lögreglu.