Gott kvöld á Hólmavík.
Meira
Hér á Ströndum er nokkuð öruggt að verði hvít jól. Dálítill snjór er á jörð þótt hiti fari yfir frostmark hluta úr degi nær það ekki til að snjór hverfi,eikur bara svellin og hálkuna en nóg er af henni fyrir. Samkvæmt veðurspá fram í tímann verður nokkuð umhleypingasamt fram til jóla og yfir sjálf jólin. Annars er veðurspáin þessi frá Veðurstofu Íslands: Strandir og Norðurland vestra í dag og á morgun:
Ný móttaka Veðurstofu Íslands var opnuð þann, 16. desember, að Bústaðavegi 7. Veðurstofan er nú til húsa í tveimur byggingum, Bústaðavegi 7 og eldra húsnæði að Bústaðavegi 9.
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra tók nýrri bygginguna formlega í notkun. Lengi hefur staðið til að leysa húsnæðisvanda stofnunarinnar en auk húsnæðis sem tekið var í notkun 1973, hefur stofnunin fram til þessa haft starfsaðstöðu á fleiri en einum stað á höfuðborgarsvæðinu. Fram kom hjá umhverfisráðherra að stefnt sé að því að hefja undirbúning að nýbyggingu fljótlega. Nánar á vef Veðurstofu Íslands.
Leiðinda veður var í gær og í dag,blaut snjókoma frá því í morgun og snjórinn festist við hús og mannvirki,enda hitinn frá einu stigi neðri frostmark. Enda er nokkuð jólalegt um að lítast,ef veðurhæðin væri ekki svona mikil frá 17 til 22 m/s af NA,en var norðlægari í morgun. Ekkert hefur verið mokað norður í Árneshrepp síðan á föstudag í liðinni viku og hefur vegurinn verið þungfær og síðan ófær síðan um helgi. Meðfylgjandi mynd var tekin í hádeginu þegar rofaði aðeins til,og núna á meðan þetta er skrifað styttir enn frekar upp,hvað sem það verður lengi.