Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 28. desember 2011
Prenta
Hafís 34 sjómílur frá Deild.
Veðurstofa Íslands gerði hafískort út frá nýjum gervitunglagögnum (SAR radarmynd frá í gær kl. 12:08 27. des 2011).
Í suðvestanáttinni síðasta sólarhring hefur ísinn þokast nær landi og næst landi er nú ísspöng sem mældist vera 34 sjómílur frá Deild.
Nú snýst vindur á Grænlandssundi til austlægrar áttar sem verður ríkjandi út vikuna og ætti hafísinn þá ekki að nálgast neitt að ráði. Segir á hafísvef Veðurstofu Íslands.