Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 29. desember 2011 Prenta

Gamla íslenska tímatalið endurvakið á Grand Hótel Reykjavík.

Dagatalið er skreytt með myndbrotum úr stærsta glerlistaverki landsins eftir Leif Breiðfjörð.
Dagatalið er skreytt með myndbrotum úr stærsta glerlistaverki landsins eftir Leif Breiðfjörð.
1 af 3
Gamla íslenska tímatalið hefur verið endurvakið og er nú komið á prent í formi dagatals. Dagatalið er gefið út af Grand Hótel Reykjavík. „Útgáfan á þessu dagatali er í anda þess þema sem er í gangi á hótelinu og tengist norrænu goðafræðinni,"  segir Þórdís Hrönn Pálsdóttir sölustjóri Grand Hótels Reykjavíkur. „Á hótelinu höldum við í gömlu hefðirnar og alls staðar á hótelinu má finna nöfn sem tengjast þessum tíma.  Til dæmis Miðgarður sem hýsir aðalmóttöku hótelsins var notað um hina byggðu jörð í norrænni goðafræði. Glerlistaverkið eftir Leif Breiðfjörð í móttökunni byggir á kvæðinu Völuspá.  Einnig tengjast nöfnin á ráðstefnu- og fundasölunum gamla tímanum."

 

Íslenska tímatalið er það tímatal sem notað var af Norðurlandabúum þar til hið svokallaða júlíska tímatal tók við sem almennt tímatal. Það einkennir tímatalið að reiknað var í misserum en ekki árum. Misserin voru jafnlöng og skiptust í vetur, sem hófst fyrsta vetrardag og taldi gormánuð, ýli, mörsug, þorra, góu og einmánuð, og sumar, sem hófst fyrsta sumardag og taldi hörpu, skerplu, sólmánuð, heyannir, tvímánuð og haustmánuð. Mánaðarheitin miðuðust við árstíðir sveitasamfélagsins. Tímatalið miðast annars vegar við vikur, fremur en daga, og hins vegar við mánuði, sem hver um sig taldi 30 nætur. Þannig hefjast mánuðirnir á ákveðnum vikudegi, fremur en á föstum degi ársins. Hin fornu íslensku heiti vikudaganna eru; sunnudagur, mánadagur, týsdagur, óðinsdagur, þórsdagur, frjádagur og laugardagur.

 

Dagatalið er skreytt með myndbrotum úr stærsta glerlistaverki landsins eftir Leifs Breiðfjörð sem jafnframt prýðir Miðgarð sem er aðalmóttaka Grand Hótels Reykjavíkur.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Melar I og II.
  • Húsið fellt.
  • Kristján Kristjánsson tengir í töflu.12-12-2008.
  • Karlar í saumaklúbb á Bergistanga 16-01-2010.
Vefumsjón