Erfitt að koma áramótaflugeldunum norður í Árneshrepp.
Á vef Morgunblaðsins í dag er viðtal við Oddnýju Þórðardóttur oddvita Árneshrepps og Jón Hörð Éliasson rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Hólmavík.
Vegurinn norður í Árneshrepp á Ströndum er lokaður vegna snjóa en hann var opnaður á þriðjudaginn var. Áramótaraketturnar eru komnar að hafti við Veiðileysuháls og á að reyna að sækja þær í dag.
Mokað var á þriðjudaginn var og fóru snjómoksturstæki Vegagerðarinnar þá í gegnum 11 snjóflóð og var það stærsta um 2,5 metra djúpt og 50 metra breitt. Stefnt er að því að moka einu sinni fljótlega eftir áramótin ef ekki bætir mikið í snjóinn.
Reynt að sækja raketturnar í dag
Oddný Þórðardóttir, oddviti Árneshrepps, sagði að samkvæmt snjómokstursreglu væri mokað til áramóta og svo hæfist reglulegur mokstur aftur 20. mars. Mokað hefur verið tvisvar í viku meðan snjór hefur ekki verið of mikill.
Fréttin í heild á mbl