Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 30. desember 2011 Prenta

Erfitt að koma áramótaflugeldunum norður í Árneshrepp.

Talsverður snjór er nú í Árneshreppi.
Talsverður snjór er nú í Árneshreppi.

Á vef Morgunblaðsins í dag er viðtal við Oddnýju Þórðardóttur oddvita Árneshrepps og Jón Hörð Éliasson rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Hólmavík.
Vegurinn norður í Árneshrepp á Ströndum er lokaður vegna snjóa en hann var opnaður á þriðjudaginn var. Áramótaraketturnar eru komnar að hafti við Veiðileysuháls og á að reyna að sækja þær í dag.

Mokað var á þriðjudaginn var og fóru snjómoksturstæki Vegagerðarinnar þá í gegnum 11 snjóflóð og var það stærsta um 2,5 metra djúpt og 50 metra breitt. Stefnt er að því að moka einu sinni fljótlega eftir áramótin ef ekki bætir mikið í snjóinn.

Reynt að sækja raketturnar í dag

Oddný Þórðardóttir, oddviti Árneshrepps, sagði að samkvæmt snjómokstursreglu væri mokað til áramóta og svo hæfist reglulegur mokstur aftur 20. mars. Mokað hefur verið tvisvar í viku meðan snjór hefur ekki verið of mikill.
Fréttin í heild á mbl

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Desember »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Kristmundur og Kristján horfa glaðbeittir í myndavélina.12-12-2008.
  • Byrjað að klæða þakið 11-11-08.
  • Seð yfir Trékyllisvík Litla-Ávík næst.
  • Edda við að mála í svefnherbergisálmu.23-04-2009.
  • Seljanes og Ófeigsfjörður 15-03-2005.
Vefumsjón