Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 21. desember 2011

Ótryggt veður fyrir jólin 2011.

Sviftingar eru framundan í veðrinu fram á jól.
Sviftingar eru framundan í veðrinu fram á jól.
Veðurstofan vekur athygli á því að talverðar umhleypingar eru í veðri til jóla. Þeim sem ætla sér að ferðast á milli landshluta er sérstaklega bent á að fylgjast vel með veðri og færð áður en lagt er af stað. Rétt er að hafa í huga að veður og færð geta breyst á skömmum tíma til hins verra og hægt er að sækja nýjustu upplýsingar um veður á síðu Veðurstofunnar www.vedur.is og um færð á vegum á síðu Vegagerðarinnar www.vegagerdin.is.
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 21. desember 2011

Vetrarsólstöður - Hvít jól.

Séð til Trékyllisvíkur.
Séð til Trékyllisvíkur.
Í dag eru vetrarsólstöður og þá er stystur sólargangur hér á norðurhveli jarðar og eftir það fer daginn að lengja um eitt hænufet á dag.

Hér á Ströndum er nokkuð öruggt að verði hvít jól. Dálítill snjór er á jörð þótt hiti fari yfir frostmark hluta úr degi nær það ekki til að snjór hverfi,eikur bara svellin og hálkuna en nóg er af henni fyrir. Samkvæmt veðurspá fram í tímann verður nokkuð umhleypingasamt fram til jóla og yfir sjálf jólin. Annars er veðurspáin þessi frá Veðurstofu Íslands: Strandir og Norðurland vestra í dag og á morgun:


Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 20. desember 2011

Dýralækni vantar á þjónustusvæði 2.

Oft þurfa bændur hjálp dýralæknis vegna búfénaðar síns.
Oft þurfa bændur hjálp dýralæknis vegna búfénaðar síns.
Matvælastofnun hefur auglýst eftir dýralækni til að taka að sér almenna dýralæknisþjónustu á þjónustusvæði 2 en innan þess fellur Dalabyggð, Reykjahólahreppur, Strandabyggð, Árneshreppur, Kaldrananeshreppur og Bæjarhreppur. Gerður verður þjónustusamningur við viðkomandi dýralækni í samræmi við reglugerð um dýralæknisþjónustu í dreifðum byggðum.
Meira
Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 20. desember 2011

Fyrsta ársskírsla HVE komin út.

Heilsugæslustöðin á Hólmavík. Mynd Ingimundur Pálsson.
Heilsugæslustöðin á Hólmavík. Mynd Ingimundur Pálsson.
Ársskírsla HVE fyrir árið 2010 er komin út en það var fyrsta heila starfsár stofnunarinnar. Eins og kunnugt er, þá sameinuðust átta heilbrigðisstofnanir á Vesturlandi 1. janúar það ár undir heitinu Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Í skírslunni má finna stutta lýsingu á starfsemi hinna einstöku starfseininga og tölulegar upplýsingar úr starfseminni, dregnar saman eins og þær birtast í sjúkraskrárkerfum HVE og öðrum gagnagrunnum. Þá fylgir ársreikningur HVE árskírslu.Í aðfaraorðum forstjóra segir m.a. að það sé hans mat að sameining stofnana á vestur- og norðvesturlandi hafi komið til framkvæmda við erfiðar kringumstæður þegar verulega hafi þrengt að í þjóðfélaginu. Meginmarkmið hafi því verið að verja og styrkja eftir megni innviði góðrar heilbrigðisþjónustu í umdæminu í efnahagslegum mótbyr og að verjast frekari áföllum. Ársskírsluna og þar á meðal fyrir Heilbrigðisstofnunina á Hólmavík má sjá hér.
Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 19. desember 2011

Ný móttaka Veðurstofu og aukin verkefni.

Ný aðstaða Veðurstofu Íslands að Bústaðavegi 7.Mynd Snorri Zóphóníasson.
Ný aðstaða Veðurstofu Íslands að Bústaðavegi 7.Mynd Snorri Zóphóníasson.

Ný móttaka Veðurstofu Íslands var opnuð þann, 16. desember, að Bústaðavegi 7. Veðurstofan er nú til húsa í tveimur byggingum, Bústaðavegi 7 og eldra húsnæði að Bústaðavegi 9.

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra tók nýrri bygginguna formlega í notkun. Lengi hefur staðið til að leysa húsnæðisvanda stofnunarinnar en auk húsnæðis sem tekið var í notkun 1973, hefur stofnunin fram til þessa haft starfsaðstöðu á fleiri en einum stað á höfuðborgarsvæðinu. Fram kom hjá umhverfisráðherra að stefnt sé að því að hefja undirbúning að nýbyggingu fljótlega. Nánar á vef Veðurstofu Íslands.

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 15. desember 2011

Vegir hreinsaðir.

Guðbrandur Albertsson snjómokstursmaður í Árneshreppi.
Guðbrandur Albertsson snjómokstursmaður í Árneshreppi.
Í morgun var vegur hreinsaður hér innansveitar,Norðurfjörður- Gjögur, og einnig er verið að moka frá Bjarnarfirði og norður í Árneshrepp. Mjög hált er á vegum og skal aka með aðgát. Flug ætti að vera á áætlun í dag á Gjögur. Veðurspá fyrir Strandir og Norðurland vestra í  dag og á morgun er þessi: Norðan 8-13 m/s og él, en 10-15 og snjókoma með kvöldinu. Norðvestan og síðar vestan 8-13 og skýjað með köflum á morgun. Frost 3 til 10 stig.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 15. desember 2011

Heydalur hlýtur hvatningarverðlaun Ferðaþjónustu bænda.

Heydalur í Mjójafirði.
Heydalur í Mjójafirði.
Á Uppskeruhátíð Ferðaþjónustu bænda sem haldin var 23. nóvember s.l. veitti skrifstofa Ferðaþjónustu bænda 6 bæjum innan samtakanna sérstakar viðurkenningar og var það í fyrsta sinn sem skrifstofan veitir verðlaun sem þessi. Viðurkenningar voru veittar í tveimur flokkum, Hvatningaverðlaun Ferðaþjónustu bænda og Framúrskarandi ferðaþjónustubær 2011. Það voru veitt þrenn verðlaun í hverjum flokki. Heydalur í Mjóafirði var eitt þriggja ferðaþjónustufyrtækja innan vébanda Ferðaþjónustu bænda sem hlutu hvatningarverðlaunin.Í rökstuðningi fyrir viðurkenningunni um Heydal segir:
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 14. desember 2011

Blaut snjókoma.

Mynd tekin í hádeginu þegar rofaði til.Litla-Ávík.
Mynd tekin í hádeginu þegar rofaði til.Litla-Ávík.

Leiðinda veður var í gær og í dag,blaut snjókoma frá því í morgun og snjórinn festist við hús og mannvirki,enda hitinn frá einu stigi neðri frostmark. Enda er nokkuð jólalegt um að lítast,ef veðurhæðin væri ekki svona mikil frá 17 til 22 m/s af NA,en var norðlægari í morgun. Ekkert hefur verið mokað norður í Árneshrepp síðan á föstudag í liðinni viku og hefur vegurinn verið þungfær og síðan ófær  síðan um helgi. Meðfylgjandi mynd var tekin í hádeginu þegar rofaði aðeins til,og núna á meðan þetta er skrifað styttir enn frekar upp,hvað sem það verður lengi.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 14. desember 2011

Jólatónleikar Lögreglukórsins.

Lögreglukór Reykjavíkur.
Lögreglukór Reykjavíkur.

Fréttatilkynning.
Jólatónleikar Lögreglukórs Reykjavíkur verða haldnir í Langholtskirkju fimmtudagskvöldið 15. desember klukkan 20. Einsöngvari verður Kristín R. Sigurðardóttir sópransöngkona, undirleik annast Kári Þormar en stjórnandi kórsins er Guðlaugur Viktorsson. Miðaverð er 1.500 kr. en miðar eru seldir við innganginn.Tilvalið fyrir Strandafólk á höfuðborgarsvæðinu að mæta á þessa jólatónleika.

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 13. desember 2011

Hafísinn ekki til vandræða.

Ískort frá í gærkvöld.
Ískort frá í gærkvöld.

Það eru sviptingar í ísþekjunni þessa dagana ,segir Ingibjörg Jónsdóttir hjá Jarðvísindastofnun Háskólans. Samkvæmt ENVISAT ratsjármynd var hafísinn næst landi tæpar 80 sjómílur  Norðvestur af Straumnesi í gærkvöldi kl. 22:57.

Belgingur spáir NA lægum áttum fram að helgi á þessum slóðum þannig að ísinn ætti ekki að verða til vandræða á næstunni.

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Smábátahöfnin Norðurfirði-06-07-2004.
  • Garðarshús Gjögri-05-07-2004.
  • Einn flotinn er komin vestur fyrir Lambanesið.
  • Norðaustur hlið Mundi tilbúin með þakpappa á vél.12-11-08.
Vefumsjón