Vetrarsólstöður - Hvít jól.
Hér á Ströndum er nokkuð öruggt að verði hvít jól. Dálítill snjór er á jörð þótt hiti fari yfir frostmark hluta úr degi nær það ekki til að snjór hverfi,eikur bara svellin og hálkuna en nóg er af henni fyrir. Samkvæmt veðurspá fram í tímann verður nokkuð umhleypingasamt fram til jóla og yfir sjálf jólin. Annars er veðurspáin þessi frá Veðurstofu Íslands: Strandir og Norðurland vestra í dag og á morgun:
Meira
Dýralækni vantar á þjónustusvæði 2.
Meira
Fyrsta ársskírsla HVE komin út.
Ný móttaka Veðurstofu og aukin verkefni.
Ný móttaka Veðurstofu Íslands var opnuð þann, 16. desember, að Bústaðavegi 7. Veðurstofan er nú til húsa í tveimur byggingum, Bústaðavegi 7 og eldra húsnæði að Bústaðavegi 9.
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra tók nýrri bygginguna formlega í notkun. Lengi hefur staðið til að leysa húsnæðisvanda stofnunarinnar en auk húsnæðis sem tekið var í notkun 1973, hefur stofnunin fram til þessa haft starfsaðstöðu á fleiri en einum stað á höfuðborgarsvæðinu. Fram kom hjá umhverfisráðherra að stefnt sé að því að hefja undirbúning að nýbyggingu fljótlega. Nánar á vef Veðurstofu Íslands.
Vegir hreinsaðir.
Heydalur hlýtur hvatningarverðlaun Ferðaþjónustu bænda.
Meira
Blaut snjókoma.
Leiðinda veður var í gær og í dag,blaut snjókoma frá því í morgun og snjórinn festist við hús og mannvirki,enda hitinn frá einu stigi neðri frostmark. Enda er nokkuð jólalegt um að lítast,ef veðurhæðin væri ekki svona mikil frá 17 til 22 m/s af NA,en var norðlægari í morgun. Ekkert hefur verið mokað norður í Árneshrepp síðan á föstudag í liðinni viku og hefur vegurinn verið þungfær og síðan ófær síðan um helgi. Meðfylgjandi mynd var tekin í hádeginu þegar rofaði aðeins til,og núna á meðan þetta er skrifað styttir enn frekar upp,hvað sem það verður lengi.
Jólatónleikar Lögreglukórsins.
Fréttatilkynning.
Jólatónleikar Lögreglukórs Reykjavíkur verða haldnir í Langholtskirkju fimmtudagskvöldið 15. desember klukkan 20. Einsöngvari verður Kristín R. Sigurðardóttir sópransöngkona, undirleik annast Kári Þormar en stjórnandi kórsins er Guðlaugur Viktorsson. Miðaverð er 1.500 kr. en miðar eru seldir við innganginn.Tilvalið fyrir Strandafólk á höfuðborgarsvæðinu að mæta á þessa jólatónleika.
Hafísinn ekki til vandræða.
Það eru sviptingar í ísþekjunni þessa dagana ,segir Ingibjörg Jónsdóttir hjá Jarðvísindastofnun Háskólans. Samkvæmt ENVISAT ratsjármynd var hafísinn næst landi tæpar 80 sjómílur Norðvestur af Straumnesi í gærkvöldi kl. 22:57.
Belgingur spáir NA lægum áttum fram að helgi á þessum slóðum þannig að ísinn ætti ekki að verða til vandræða á næstunni.