Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 31. desember 2011

Áramótaveðurspá og flugeldar.

Litla-Ávík 27-12-2011. Ætti að viðra vel í kvöld til að skjóta upp flugeldum.
Litla-Ávík 27-12-2011. Ætti að viðra vel í kvöld til að skjóta upp flugeldum.
Veðurspáin fyrir Strandir og Norðurland vestra í dag og á morgun: Suðlæg átt, 5-10 og úrkomulítið. Norðaustan 5-10 og dálítil snjókoma eða él í nótt og á morgun Hiti um og yfir frostmark, en frystir seinnipartinn. Veðurhorfur á landinu næstu daga. Á mánudag og þriðjudag: Norðlæg átt, yfirleitt 5-10 en hvassari um tíma NV-lands Snjókoma eða él, en úrkomulítið S-lands. Frost 2 til 12 stig. Á miðvikudag: Austlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og él viða N-til, en víða bjartviðri syðra. Áfram kalt í veðri. Flugeldarnir skiluðu sér í gær og Slysavarnarfélagið Strandasól í Árneshreppi
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 30. desember 2011

Erfitt að koma áramótaflugeldunum norður í Árneshrepp.

Talsverður snjór er nú í Árneshreppi.
Talsverður snjór er nú í Árneshreppi.

Á vef Morgunblaðsins í dag er viðtal við Oddnýju Þórðardóttur oddvita Árneshrepps og Jón Hörð Éliasson rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Hólmavík.
Vegurinn norður í Árneshrepp á Ströndum er lokaður vegna snjóa en hann var opnaður á þriðjudaginn var. Áramótaraketturnar eru komnar að hafti við Veiðileysuháls og á að reyna að sækja þær í dag.

Mokað var á þriðjudaginn var og fóru snjómoksturstæki Vegagerðarinnar þá í gegnum 11 snjóflóð og var það stærsta um 2,5 metra djúpt og 50 metra breitt. Stefnt er að því að moka einu sinni fljótlega eftir áramótin ef ekki bætir mikið í snjóinn.

Reynt að sækja raketturnar í dag

Oddný Þórðardóttir, oddviti Árneshrepps, sagði að samkvæmt snjómokstursreglu væri mokað til áramóta og svo hæfist reglulegur mokstur aftur 20. mars. Mokað hefur verið tvisvar í viku meðan snjór hefur ekki verið of mikill.
Fréttin í heild á mbl

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 30. desember 2011

Mikil seinkun á flugi til Gjögurs í gær vegna óhapps.

Mynd frá Gjögurflugvelli þegar sprakk á nefhjóli flugvélar Flugfélags Ernis 04-02-2008.
Mynd frá Gjögurflugvelli þegar sprakk á nefhjóli flugvélar Flugfélags Ernis 04-02-2008.
Það varð mikil seinkun á áætlunarfluginu til Gjögurs í gær vegna óhapps flugvélar Flugfélags  Ernis þegar sprakk á nefhjóli flugvélar þeirra við lendingu á Reykjavíkurflugvelli.Það var dekk á nefhjóli sem sprakk, við fyrstu snertingu við brautina, að sögn; Ásgeirs Þorsteinssonar, sölu- og markaðsstjóra hjá Ernum  í viðtali við vef Morgunblaðssins ,það hafði þó að hans sögn ekki áhrif á lendinguna, að því leyti að flugvélinni hlekktist ekki á heldur hélt hún stefnu sinni. Þetta hefur hann eftir flugmanninum, sem hann hafði rætt við þegar mbl.is náði tali af honum. Eins sagði Ásgeir að veðuraðstæður og aðstæður á flugbrautinni í Reykjavík góðar þegar atvikið átti sér stað.
Meira
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 29. desember 2011

Gott kvöld frumsýnt.

Úr leikritinu.Mynd Jón Jónsson.
Úr leikritinu.Mynd Jón Jónsson.
Leikfélag Hólmavíkur frumsýnir í kvöld leikritið Gott kvöld eftir Áslaugu Jónsdóttur. Um er að ræða barnaleikrit með söngfum fyrir fólk á öllum aldri. Leikstjóri er Kristín Sigurrós Einarsdóttir. Önnur sýning verður 30. desember, þriðja sýning 4. janúar og fjórða sýning 6. janúar og hefjast þær allar kl. 20:00. Leikritið er sýnt í félagsheimilinu á Hólmavík. Sagan segir frá strák sem er aleinn heima með bangsa sér til halds og trausts þegar pabbinn skreppur í burtu. Allskyns kynjaverur kíkja í heimsókn og það verður líf og fjör. Leikritið tekur þrjú korter í flutningi. Miðapantanir eru í síma 847-4415.
Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 29. desember 2011

Gamla íslenska tímatalið endurvakið á Grand Hótel Reykjavík.

Dagatalið er skreytt með myndbrotum úr stærsta glerlistaverki landsins eftir Leif Breiðfjörð.
Dagatalið er skreytt með myndbrotum úr stærsta glerlistaverki landsins eftir Leif Breiðfjörð.
1 af 3
Gamla íslenska tímatalið hefur verið endurvakið og er nú komið á prent í formi dagatals. Dagatalið er gefið út af Grand Hótel Reykjavík. „Útgáfan á þessu dagatali er í anda þess þema sem er í gangi á hótelinu og tengist norrænu goðafræðinni,"  segir Þórdís Hrönn Pálsdóttir sölustjóri Grand Hótels Reykjavíkur. „Á hótelinu höldum við í gömlu hefðirnar og alls staðar á hótelinu má finna nöfn sem tengjast þessum tíma.  Til dæmis Miðgarður sem hýsir aðalmóttöku hótelsins var notað um hina byggðu jörð í norrænni goðafræði. Glerlistaverkið eftir Leif Breiðfjörð í móttökunni byggir á kvæðinu Völuspá.  Einnig tengjast nöfnin á ráðstefnu- og fundasölunum gamla tímanum."
Meira
Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 28. desember 2011

Hafís 34 sjómílur frá Deild.

Hafískort frá VÍ.
Hafískort frá VÍ.

Veðurstofa Íslands gerði hafískort út frá nýjum gervitunglagögnum (SAR radarmynd frá í gær kl. 12:08 27. des 2011).
Í suðvestanáttinni síðasta sólarhring hefur ísinn þokast nær landi og næst landi er nú ísspöng sem mældist vera 34 sjómílur frá Deild.
Nú snýst vindur á Grænlandssundi til austlægrar áttar sem verður ríkjandi út vikuna og ætti hafísinn þá ekki að nálgast neitt að ráði. Segir á hafísvef Veðurstofu Íslands.

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 28. desember 2011

Vikan hjá Lögreglunni á Vestfjörðum 19. til 26. des.2011.

Slys varð í rækjuvinnslunni á Hólmavík.
Slys varð í rækjuvinnslunni á Hólmavík.
Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í liðinni viku. Föstudaginn 23. des.,var ekið aftan á bifreið í Hafnarstræti á Ísafirði,ekki var um mikla skemmdir að ræða í því tilfelli,sama dag var ekið utan í bifreið á bifreiðastæðinu við Bónus.  Í því tilfelli var um talsvert tjón að ræða.

Færð í umdæminu í vikunni sem var að líða var frekar slæm,þæfingsfærð víða innanbæjar í þéttbýliskjörnum í umdæminu og áttu vegfarendur í nokkrum vandræðum,þeir voru aðstoðaðir eins og hægt var. Þá voru björgunarsveitir kallaðar tvisvar út til aðstoðar ökumönnum sem höfðu lent í vandræðum á Holtavörðuheiðinni.

Tvö vinnuslys urðu í umdæminu í liðinni viku,það fyrra í rækjuvinnslu á Hólmavík,þar klemmdist starfsmaður illa á fingrum og fór á heilsugæsluna á Hólmavík til aðhlynningar. Síðara slysið varð fimmtudaginn 22. des.,um borð í bát við höfnina á Reykhólum,þar slasaðist maður illa á hendi við vinnu sína,var að vinna með slípirokk.  Viðkomandi aðili var fluttur frá Reykhólum með þyrlu LHG,á Landsspítalann.


Meira
Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 24. desember 2011

Gleðileg jól.

Gleðilega jólahátíð.
Gleðilega jólahátíð.
Fæðingarhátíð Jesú Krísts, jólin, eru haldin 25. desember. Undirbúningur hátíðahaldsins er aðventan eða jólafastan og lokadagur hennar, 24. desember, og nefnist hjá okkur aðfangadagur jóla. Nafnið er gagnsætt. Þá skal undirbúningi lokið og aðföng öll komin til hátíðahaldsins. Helgin hefst síðan um miðjan aftan eða kl. 18.00. Þá er orðið heilagt og í hönd fer jólanóttin. Góðir lesendur nær og fjær. Megi góður Guð gefa okkur öllum Gleðilega jólahátíð.

Jólakveðja frá Litlahjalla netfréttamiðli í Árneshreppi í Strandasýslu.

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 24. desember 2011

Systkini unnu í jólahappdrætti.

Systurnar Aníta Mjöll og Magnea Fönn draga út vinningshafa.
Systurnar Aníta Mjöll og Magnea Fönn draga út vinningshafa.
1 af 3
Dregið var út í jólahappdrætti útibús Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Norðurfirði í gær á Þorláksmessu. En happdrættiskassi hefur verið í versluninni frá byrjun desember þar sem viðskiptavinir stinga úttektarmiða í kassann og hafa skrifað nafnið sitt á miðann.Systurnar frá Bæ þær Aníta Mjöll og Magnea Fönn fengu það hlutverk að draga og drógu þær fyrst Ágústu Sveinbjörnsdóttur Norðurfirði og fékk hún 15.000 kr. vöruúttekt, síðan drógu þær Sigurstein Sveinbjörnsson í Litlu-Ávík út og hlýtur hann 10.000 kr. vöruúttekt. Þetta er í fyrsta skiptið sem dregið er út í jólahappadrætti í kaupfélaginu í Norðurfirði
Meira
Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 23. desember 2011

Jólaguðsþjónustur í Hólmavíkurprestakalli.

Jólamessa verður í Árneskirkju á annan dag jóla.
Jólamessa verður í Árneskirkju á annan dag jóla.

Eins og venjulega verða jólaguðsþjónustur um jólin í Hólmavíkurprestakalli,en þetta er mikið svæði að fara yfir og þarf lítið að bera útaf ef veður eru mislind til að sóknarprestur komist til að þjóna hinum ýmsu kirkjum sóknarinnar.; Einu sinni sagði sóknarpresturinn séra Sigríður Óladóttir í viðtali við fréttavef,að hún þyrfti helst þyrlu til að geta sinnt þessari erfiðu og viðfeðmu sókn. En fyrirhugaðar jólaguðsþjónustur sem séra Sigríður Óladóttir hefur sent vefnum verða eftirfarandi í Hólmavíkurprestakalli:


Meira

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Hafís í Trékyllisvík og séð til Norðurfjarðar.
  • Úr svefnherbergisálmu.05-02-09.
  • Tvær góðar,Krístín og Edda.
Vefumsjón