Áramótaveðurspá og flugeldar.
Meira
Á vef Morgunblaðsins í dag er viðtal við Oddnýju Þórðardóttur oddvita Árneshrepps og Jón Hörð Éliasson rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Hólmavík.
Vegurinn norður í Árneshrepp á Ströndum er lokaður vegna snjóa en hann var opnaður á þriðjudaginn var. Áramótaraketturnar eru komnar að hafti við Veiðileysuháls og á að reyna að sækja þær í dag.
Mokað var á þriðjudaginn var og fóru snjómoksturstæki Vegagerðarinnar þá í gegnum 11 snjóflóð og var það stærsta um 2,5 metra djúpt og 50 metra breitt. Stefnt er að því að moka einu sinni fljótlega eftir áramótin ef ekki bætir mikið í snjóinn.
Reynt að sækja raketturnar í dag
Oddný Þórðardóttir, oddviti Árneshrepps, sagði að samkvæmt snjómokstursreglu væri mokað til áramóta og svo hæfist reglulegur mokstur aftur 20. mars. Mokað hefur verið tvisvar í viku meðan snjór hefur ekki verið of mikill.
Fréttin í heild á mbl
Veðurstofa Íslands gerði hafískort út frá nýjum gervitunglagögnum (SAR radarmynd frá í gær kl. 12:08 27. des 2011).
Í suðvestanáttinni síðasta sólarhring hefur ísinn þokast nær landi og næst landi er nú ísspöng sem mældist vera 34 sjómílur frá Deild.
Nú snýst vindur á Grænlandssundi til austlægrar áttar sem verður ríkjandi út vikuna og ætti hafísinn þá ekki að nálgast neitt að ráði. Segir á hafísvef Veðurstofu Íslands.
Færð í umdæminu í vikunni sem var að líða var frekar slæm,þæfingsfærð víða innanbæjar í þéttbýliskjörnum í umdæminu og áttu vegfarendur í nokkrum vandræðum,þeir voru aðstoðaðir eins og hægt var. Þá voru björgunarsveitir kallaðar tvisvar út til aðstoðar ökumönnum sem höfðu lent í vandræðum á Holtavörðuheiðinni.
Tvö vinnuslys urðu í umdæminu í liðinni viku,það fyrra í rækjuvinnslu á Hólmavík,þar klemmdist starfsmaður illa á fingrum og fór á heilsugæsluna á Hólmavík til aðhlynningar. Síðara slysið varð fimmtudaginn 22. des.,um borð í bát við höfnina á Reykhólum,þar slasaðist maður illa á hendi við vinnu sína,var að vinna með slípirokk. Viðkomandi aðili var fluttur frá Reykhólum með þyrlu LHG,á Landsspítalann.
Jólakveðja frá Litlahjalla netfréttamiðli í Árneshreppi í Strandasýslu.
Eins og venjulega verða jólaguðsþjónustur um jólin í Hólmavíkurprestakalli,en þetta er mikið svæði að fara yfir og þarf lítið að bera útaf ef veður eru mislind til að sóknarprestur komist til að þjóna hinum ýmsu kirkjum sóknarinnar.; Einu sinni sagði sóknarpresturinn séra Sigríður Óladóttir í viðtali við fréttavef,að hún þyrfti helst þyrlu til að geta sinnt þessari erfiðu og viðfeðmu sókn. En fyrirhugaðar jólaguðsþjónustur sem séra Sigríður Óladóttir hefur sent vefnum verða eftirfarandi í Hólmavíkurprestakalli: