Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 31. desember 2011 Prenta

Áramótaveðurspá og flugeldar.

Litla-Ávík 27-12-2011. Ætti að viðra vel í kvöld til að skjóta upp flugeldum.
Litla-Ávík 27-12-2011. Ætti að viðra vel í kvöld til að skjóta upp flugeldum.
Veðurspáin fyrir Strandir og Norðurland vestra í dag og á morgun: Suðlæg átt, 5-10 og úrkomulítið. Norðaustan 5-10 og dálítil snjókoma eða él í nótt og á morgun Hiti um og yfir frostmark, en frystir seinnipartinn. Veðurhorfur á landinu næstu daga. Á mánudag og þriðjudag: Norðlæg átt, yfirleitt 5-10 en hvassari um tíma NV-lands Snjókoma eða él, en úrkomulítið S-lands. Frost 2 til 12 stig. Á miðvikudag: Austlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og él viða N-til, en víða bjartviðri syðra. Áfram kalt í veðri.

Flugeldarnir skiluðu sér í gær og Slysavarnarfélagið Strandasól í Árneshreppi fór að selja flugelda og tertur og hvað þetta heitir nú allt,seinnipartinn í gær og í gærkvöldi. Veðurspá er ekkert svo slæm fyrir kvöldið hér á Ströndum,þannig að það gæti sést vel á milli bæja um miðnættið þegar verður skotið upp.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Október »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Ragnheiður Edda Hafsteinsdóttir útibústjóri útibús. ksn og  póstmeistari skálar við Jón Guðbjörn sextugann.
  • Borgarísjaki er ca 4 km austur af Sæluskeri og annar borgarísjaki ca 5 km austur af honum.19-06-2018.
  • Finnbogastaðir að NA verðu.04-04-2009.
  • Forstofuhurð SV,18-11-08.
  • Lokað þak inni.12-11-08.
Vefumsjón