Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 1. janúar 2012 Prenta

Áramótaveðurspáin klikkaði.Snjókoma strax um miðnætti.

Frá miklu dimmviðri og snjókomu.Myndasafn.
Frá miklu dimmviðri og snjókomu.Myndasafn.
Áramótaveðrið fór nú ekki alveg eftir veðurspá,veður hékk hér úrkomulaust fram eftir degi í gær,en mjög var orðið úrkomusamt að sjá um hádegið og lágskýjað mjög. Um nónleitið byrjaði að slydda með köflum í hægri suðlægri vindátt í um eins til tveggja stiga hita og litlu úrkomumagni. En um miðnætti er komin ANA um 10 til 11 m/s í jafnavind,með snjókomu með hita um 0 stig. En rétt um það leyti sem Áramótaskaupið endaði í Ríkissjónvarpinu sást með köflum að Melum og að Krossnesi sem er í um 4,5 km fjarðlægð í beinni sjónlínu frá Litlu-Ávík,ekki sást til Norðurfjarðar frá því um nónleitið,en það er 6 til 7 km sjónlína eftir því hvort það sést í kaupfélagshúsin eða inn í botn fjarðarins. Bræðurnir í Litlu-Ávík skutu samt upp í þessu dimmviðri og auknum vindi. Enn þar sem þéttbýlla er í sveitinni eins og í Trékyllisvík hefur sést sæmilega á milli bæja,enda sáust bjarmar þaðan um miðnættið og stundum norðanað. Veðurstofan spáði í gær fyrir gamlársdag éljum eða snjókomu eftir miðnætti,en þarna má litlu muna,en samt skrýtið vegna þess að veðurathugunarmaður í Litlu-Ávík gefur upp litla slyddu og skýjahæð bara um 300 m.,bæði kl: 18:00 og 21:00. Og hinum megin við Húnaflóa á veðurstöðvum eru gefin upp él slydda eða snjókoma,sem er sama spásvæði. Það má bæta við að klukkan eitt í nótt var komin mikil snjókoma. Og í nótt hefur gert bullandi ísingu,því allt er ísað og sílað núna í morgun.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Þakpappi komin á meiri hluta af þakinu.13-11-08.
  • Bara moldarhaugur þar sem húsið var.19-06-2008.
  • Bryggjan á Gjögri.
  • Ægir Thorarensen kemur á Agnesi Guðríði ÍS-800.
  • Maddý-Sirrý og Selma.
Vefumsjón