Aðalfundur Félags Árneshreppsbúa.
Aðalfundur Félags Árneshreppsbúa í Reykjavík verður haldinn sunnudaginn 6. nóvember 2011 í Akoges salnum, Lágmúla 4, Reykjavík. Fundurinn hefst kl.14.00. Dagskráin er þessi: Venjuleg aðalfundarstörf,Önnur mál. Eftir fundastörf verður sagt frá hugsanlegum möguleikum á Ófeigsfjarðarvirkjun. Að loknum aðalfundi verða glæsilegar kaffiveitingar þar sem Ásdís Hjálmtýsdóttir hefur séð um bakstur og var mjög glæsilegt í fyrra. Einnig verður myndasýning frá gönguferð úr Ingólfsfirði og norður í Reykjarfjörð nyrðri,þar mun Páll Lýðsson frá Reykjarfirði segja frá myndunum en hann þekkir þarna hverja þúfu.
Í stjórn og varastjórn félagsins eru þessi : Kristmundur Kristmundsson,frá Gjögri, Hrönn Valdimarsdóttir,frá Kambi, Sigríður Halla Lýðsdóttir,frá Djúpavík, Ívar Benediktsson,frá Gjögri, Böðvar Guðmundsson,frá Ófeigsfirði, Guðrún Gunnsteinsdóttir,frá Bergistanga, Guðbrandur Torfason, frá Finnbogastöðum,og Birna Hjaltadóttir,frá Bæ.