Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 14. desember 2011
Prenta
Blaut snjókoma.
Leiðinda veður var í gær og í dag,blaut snjókoma frá því í morgun og snjórinn festist við hús og mannvirki,enda hitinn frá einu stigi neðri frostmark. Enda er nokkuð jólalegt um að lítast,ef veðurhæðin væri ekki svona mikil frá 17 til 22 m/s af NA,en var norðlægari í morgun. Ekkert hefur verið mokað norður í Árneshrepp síðan á föstudag í liðinni viku og hefur vegurinn verið þungfær og síðan ófær síðan um helgi. Meðfylgjandi mynd var tekin í hádeginu þegar rofaði aðeins til,og núna á meðan þetta er skrifað styttir enn frekar upp,hvað sem það verður lengi.